Æviágrip
Njörður P. Njarðvík fæddist á Ísafirði þann 30. júní 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Akureyrar árið 1955, cand mag. í íslensku og sænsku frá Háskóla Íslands árið 1964 og Fil. dr. frá Göteborgs universitet árið 1993. Njörður er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.
Njörður var stundakennari við Gagnfræðaskólann við Vonarstræti frá 1956 til ’62, bókmennta- og leiklistargagnrýnandi Vísis frá ’62 til ’63, stundakennari við Hagaskóla ’62 til ’63, stundakennari við Kennaraskóla Íslands árið ’63 til ’64, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Skálholts frá ’64 til ’66, kennari við Menntaskóla Reykjavíkur árið ’65 til ’66, lektor í íslensku við Göteborgs universitet frá ’66 til ’71. Njörður kenndi íslenskar bókmenntir við Háskóla Íslands sem lektor frá 1971 til 1977, dósent frá 1977 til 1993 og prófessor frá 1993 til 2004.
Hann var formaður Landsprófsnefndar frá 1964 til 1966 og samtímis í stjórn Fulbright Foundation á Íslandi. Hann var formaður Föreningen utländska lektorer i Sverige og í stjórn Universitätslärarförbundet frá 1968 til 1971. Hann var formaður Útvarpsráðs og formaður Sænsk- íslenska félagsins frá 1971 til 1975. Njörður var í stjórn Rithöfundasambands Íslands frá 1976 til 1984, varaformaður frá 1977 til 1978 og formaður frá 1978 til 1984. Hann var í úthlutunarnefnd um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs frá 1978 til 1982 og formaður nefndarinnar árið 1978 til 1979; formaður framkvæmdarstjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá 1978 til 1982; og meðlimur Board of Advisers for Encyclopaedia of World Literature frá 1980 til 1984. Hann sat í Þjóðleikhúsráði frá 1982 til 1984 og í stjórn Stofnunar Sigurðar Nordals árið 1996 til 1997. Hann er stofnandi og formaður SPES alþjóðlegrar barnahjálpar, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Lomé, höfuðborg Togo, og var skipaður Kjörræðismaður Togo á íslandi árið 2002.
Njörður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Hann hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar fyrir bestu þýðingu barnabókar árið 1986 og viðurkenningu frá Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins sama ár. Árið 1987 var hann sæmdur riddarakrossi finnsku Ljónsorðunnar og stórriddarakrossi finnsku Ljónsorðunnar árið 1995. Hann var kjörinn heiðursfélagi Finlands Svenska Författereförening árið 1992 og ævifélagi í Clare Hall College, University of Cambridge árið 1995. Árið 2002 var Njörður kjörinn heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, árið 2006 hlaut hann Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Menningarverðlaun sænsk-íslenska menningarsjóðsins sama ár.
Greinar
Um einstakar bækur
Birtan er brothætt: braghendur og hækur
Auður Aðalsteinsdóttir: „Skipalest hugans“ (ritdómur)
Spássían 2012, 3. árg., vor, bls. 5.
Dauðamenn
Arvidsson, Thomas: „ Njörður P. Njarðvík – Dödsdömda – Historisk roman“ (ritdómur)
Gardar 1988, 19. árg. bls. 61.
Helgi Skúli Kjartansson: „Á glóðum“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 1983, 44. árg., 4. tbl. bls. 446-50.
Ekkert mál
Sigtryggur Jónsson: „Er rétt að það sé ekkert mál?“
Tímarit Máls og menningar 1985, 46. árg., 1. tbl. bls. 4-6.
Vilhjálmur G. Skúlason: „Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson – Ekkert mál“ (ritdómur)
Skírnir 1985, 159. árg. bls. 327-33.
Hafborg
Rúnar Helgi Vignisson: „Sjóarinn sem er ekki til: róið á mið íslenskra sjómannasagna“
Skírnir 1995, 169. árg. (haust) bls. 489-506.
Hlustaðu á ljósið og Hver ert þú?
Sigurður Jón Ólafsson: „Dýpt vatnsins og mildi ljóssins“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Í fáum dráttum
Gerður Magnúsdóttir: „Í fáum dráttum – Njörður P. Njarðvík sá um útgáfuna“ (ritdómur)
Skíma 1985, 8. árg., 2. tbl. bls. 31.
Niðjamálaráðuneytið
Gunnar Benediktsson: „Skáldskapur og þjóðmál“ (ritdómur)
Tímarit Máls og menningar 1968, 26. árg., 2. tbl. bls. 196-200.
Vetrarbraut
Úlfhildur Dagsdóttir: „Mannkynssagan í ljóðum“
Bókmenntaborgin, umfjöllun um bækur, sjá hér
Sólarljóð (doktorsritgerð)
Huldén, Lars: „Solsången : medeltidsdikten „Sólarljóð“ ånyo granskad i doktorsavhandling“ Útdráttur á ensku.
Gardar 1993, 24. árg. bls. 21-34.
Verðlaun
2006 - Verðlaun sænsk-íslenska menningarsjóðsins.
2006 - Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
2002 - Kjörinn heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands.
1995 - Kjörinn ævifélagi Clare hall College, University of Cambridge.
1995 - Stórriddarakross finnsku Ljónsorðunnar.
1992 - Kjörinn heiðursfélagi Finlands Svenska Författereförening.
1987 - Riddarakross finnsku Ljónsorðunnar.
1986 - Viðurkenning frá Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins.
1986 - Verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar fyrir bestu þýðingu á barnabók: Jóakim, eftir Tormod Haugen.
Skrifað í stein
Lesa meiraBirtan er brothætt
Lesa meiraVetrarbraut
Lesa meiraHver ert þú?
Lesa meiraSpegill þjóðar: Persónulegar hugleiðingar um íslenskt samfélag
Lesa meiraHelgi Explores the World
Lesa meiraHlustaðu á ljósið
Lesa meiraAftur til steinsins
Lesa meiraÁrbók bókmenntanna: Vika bókarinnar 2005
Lesa meira