Beint í efni

Niðjamálaráðuneytið

Niðjamálaráðuneytið
Höfundur
Njörður P. Njarðvík
Útgefandi
Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1967
Flokkur
Skáldsögur

Úr bókinni:

Í eldhúsinu stendur ung og fríð dökkhærð kona. Það kemur hlýja í andlit hans þegar hann sér hana. Hún horfir á hann sem snöggvast alvarleg á svip. Svo kemur hún til hans grönn og spengileg eins og ungur viðarteinungur, en samt gefur göngulagið til kynna að í líkama hennar býr dularfull þyngd eða fylling eins og í aldini. Honum er hulin ráðgáta hvar þessi kynlega dýpt getur dulizt í svo grönnum líkama, en skynjar óljóst að tilfinning hans er einmitt bundin þessum leyndar´domi. Svo finnur hann mýkt vanga hennar á kinn sér og hann snögghitar í hendurnar. Þau hvefa aftur hvort úr annars faðmi og hann gengur inn í stofuna og sezt og les í dagblaðinu Endurreisn, meðan hann bíður eftir matnum. Innan stundar kallar hún til hans. Þau borða þegjandi. Eftir matinn setjast þau með kaffibolla inn í stofuna og hvílast. Hann nýtur kyrrðarinnar og tæmir huga sinn. Þá finnur hann þögn konu sinnar horfa á sig.

Það hefur ekki komið neitt svar ennþá, segir hann. Við verðum að bíða.

Það er kominn meira en mánuður, segir hún. Og hvað gagnar svo þessi bið? Kannski svara þeir aldrei.

Jú vina mín. Þeir svara alltaf.

Já - það er víst. Þó finnst mér stundum gott að við fáum ekki svar. Á meðan er þó einhver von. En við vitum bæði að sú von verður að engu þegar svarið kemur. Ef það þá kemur.

Þetta máttu ekki segja. Þú veizt vel að við getum alveg eins fengið jákvætt svar.

Er það? Ertu viss um það? Hún horfir út um gluggann og segir: Ég verð að fá að vita eitthvað. Ég verð.

Dagurinn er ekki búinn. Kannski kemur svarið á eftir.
Já kannski það. Ég hef nú samt ekki trú á því.

Vertu ekki hrædd. Þetta fer allt vel.

Svo verður hann að fara burtu og skilja hana eftir eina með kvíðanum. Og þó hann hafi talað til hennar huggandi orðum og reynt að draga úr ótta hennar, þá veit hann þó enn betur an hún að það eru nær engar líkur til að draumur þeirra rætist. Því gengur hann hryggur á braut. Kvíðinn heldur nú einnig honum í greip sinni. Lyktin sem elti hann upp áðan fylgir honum niður aftur. Út að dyrum. Þar tekur rigningin við. Hún eltir hann alla leið niður í banka.

(20-2)

Fleira eftir sama höfund

Antrag abgelehnt

Lesa meira

Skrifað í stein

Lesa meira

Birtan er brothætt

Lesa meira

Må vi få et barn Hr. minister: Ministeriet for befolkningskontrol

Lesa meira

Ný Jerúsalem

Lesa meira

Orð Krists: Allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum

Lesa meira

Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu

Lesa meira

Saga leikrit ljóð

Lesa meira

Tao te king: bókin um veginn og dyggðina

Lesa meira