Beint í efni

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Í andófinu : pólsk nútímaljóð
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Hörpuútgáfan
Staður
Akranesi
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Úr Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Georgssaga helga (Jerzy Harasymowicz)

meðan
verndarengill minn
heilagur Georg svaf

saumaði ég
rautt koddaver
úr gunnfánanum

gaf búandkarli
hringabrynjuna
í fjósþak

breytti drekanum í kú
sem spýr þó enn
eldi og eimyrju

færði fuglum
fjaðraskúfinn
í hreiðrið

vaknaði verndarengillinn
og sá að sagan
var að skapast

skúfurinn
fullur af
eggjum

hringabrynjan glóandi
í sumarhitanum
á þakinu

ræðuskörungur
hraut á
gunnfánanum

þá tók
verndarengillinn
til við

að aka korni
þreskja
mála hús

og fá sér annan dráttarklár

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Birtan yfir ánni

Lesa meira

Eitthvað illt á leiðinni er

Lesa meira

Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira

Dimmir Draumar: nokkur ljóð frá Bretaníuskaga

Lesa meira