Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa
Lesa meiraBirtan yfir ánni
Lesa meiraMundu, líkami
Lesa meiraNýsnævi: ljóðaþýðingar
Lesa meiraEitthvað illt á leiðinni er
Lesa meiraHjaltlandsljóð
Lesa meiraTunglið braust inn í húsið
Lesa meiraElskar mig - elskar mig ekki
Lesa meira
Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa
Lesa meiraLjóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum
Lesa meira
Hótelsögur
Smásagnasafnið Takk fyrir komuna geymir safn hótelsagna og ljóða eftir meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands, en það eru nemar í ritstjórn sem sjá um að ritstýra verkinu. Aftan á bókarkápu er tekið fram að Hótel Saga sé helsta sögusvið sagnanna og sögurnar fjalla margar hverjar um hótelið sem hefur verið áberandi kennileiti í Reykjavík um langt skeið en hefur nú verið lokað.
Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa
Nýtt bindi af Smásögum heimsins, tileinkað Asíu og Eyjaálfu, fer með lesandann um fjölbreytt lönd og menningarheima og veitir innsýn í líf fólks á þessum fjarlægu slóðum í gegnum tuttugu smásögur. Þar af eru tíu karlrithöfundar og tíu kvenrithöfundar svo kynjahlutfallið í heftinu er hnífjafnt.
Mundu, líkami
Mundu, líkami er samansafn óritskoðaðra gríska og rómverskra ljóða, sem hafa verið valin og þýdd af Þorsteini Vilhjálmssyni. Í verkinu má finna úrval ljóða sem dreifast yfir síðustu tuttugu og sex aldir eftir sjö lýrísk skáld: Saffó, Þeognis, Catullus, Ovidius, Martialis, Straton og Konstantínos Kavafís. Auk ljóðanna er inngangur eftir Þorstein ásamt stuttum kynningartextum um hvert skáld. Segja má að verkið sé eins konar forréttur að frekari lestri, aðeins örfáir munnbitar af ljóðum eftir hvert skáld, sett saman til að koma lesendum á bragðið með fornan kveðskap.
Eitthvað illt á leiðinni er
Hrollvekjan elskar börn og börn elska hrollvekjur – þetta eru gömul og ný sannindi. Eins og fram kemur í eftirmála Markúsar Más Efraím að Eitthvað illt á leiðinni er þá veldur þetta sumum foreldrum nokkrum áhyggjum, enda fordómar gagnvart hrollvekjum álíka gömul saga og ný. En við sem vinnum á bókasöfnum vitum að börn sækja sér óhikað fóður í hrollvekjandi bækur af ýmsu tagi, hvort sem þær eru gefnar út undir merkum fantasíu, spennusagna og ævintýra, nú eða bara hrollvekja.
Tunglið braust inn í húsið
Þegar ég var beðin um að skrifa um safn ljóðaþýðinga Gyrðis Elíassonar átti ég von á góðu, en gat þó ekki gert mér í hugarlund hvers konar fengur þetta yrði. Þetta er ekkert lítið kver með nokkrum vel völdum ljóðum frá ýmsum tímum, nei, þetta er sko alvöru safn uppá 324 síður með ríflega 250 ljóðum eftir 36 skáld frá 15 löndum. Verk sem sver sig í ætt safna ljóðaþýðinga Helga Hálfdanarsonar og Jóns Helgasonar, en á engan sinn líka á 21. öld. Falleg bók að vandaðri gerð, með upplýsandi en stutta eftirmála um öll skáldin, sem má dýfa sér í um ókomin ár, í leit að andlegri næringu, hressingu og ögrun.
Ljóðarými: Skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum
Hún er dálítið sérstök í útliti bókin sem inniheldur ljóð frá tveimur heimshornum, austurlöndum fjær og norðurlöndum. Enda er hún í kínversku bandi og broti. Framandleikinn byrjar strax með gripnum sjálfum, en þó er hér ekki allt framandi, því helmingur ljóðanna er frá Íslandi og öðrum norðurlöndum. Bókin Ljóðarými - Space & Poetry er gefin út í tilefni af ljóðahátíð og -ráðstefnu sem nýlega stofnaður kínversk-íslenskur menningarsjóður stóð fyrir. Sá rekur rætur sínar meira en 30 ár aftur í tímann þegar Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem þá dvaldi í Beijing við nám, deildi herbergi með kínverskum manni, Huang Nubo.
Apakóngur á silkiveginum: Sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum
Það er eins og að komast í fjársjóðskistu að opna sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar, Apakóng á silkiveginum. Bæði er bókin fallegur gripur, bundin inn í rautt efni með kínverskum myndum og að hluta til hulin hálfgegnsærri kápu að austrænum hætti.
Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar
Ljóðasafnið Flautuleikur álengdar markar aldarfjórðungs rithöfundarafmæli þýðandans Gyrðis Elíassonar, en árið 1983 sendi hann frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Svarthvít axlabönd. Á þessum árum hefur Gyrðir markað varanleg spor í íslenskt bókmenntalandslag og sent frá sér tugi bóka, eigin verk og þýðingar, en þýðingastarf er mikilvægur hluti af höfundarverki Gyrðis. Þær bækur sem hann þýðir eru oft eftir áhrifavalda hans og höfunda sem standa honum nærri á einhvern hátt, og svo er einnig um Flautuleikinn, það er greinilegt að þessir flautuhljómar eiga ýmislegt skylt með tónum Gyrðis sjálfs.
At og aðrar sögur
Í bókinni At og aðrar sögur eru 16 draugasögur fyrir börn, valdar úr ríflega hundrað sögum sem bárust í smásagnakeppni sem efnt var til í tilefni barnabókahátíðarinnar Draugur úti í mýri. Hátíðin var haldin hér í febrúar síðastliðnum. Eins og nafn hennar gefur til kynna var þemað í ár draugasögur. Sögurnar eru eftir 14 höfunda, en þær Arndís Þórarinsdóttir og Kristín Steinsdóttir eiga tvær sögur hvor. Verðlaunasagan, At, er eftir Guðmund Brynjólfsson en þekktari höfundar, þær Kristín Helga Gunnarsdóttir og Iðunn Steinsdóttir hlutu önnur og þriðju verðlaun.
Dimmir Draumar: nokkur ljóð frá Bretaníuskaga
Þrátt fyrir að hlutverk ljóðaþýðinga í íslenskri bókmenntasögu sé óumdeilanlega mikilvægt, þá hefur ekki mikið farið fyrir ljóðaþýðingum á undanförnum árum. Þetta er synd því eins og allt annað, hvort sem það er að stíga hjólhest eða horfa á sjónvarpssápu, þá er ljóðalestur spurning um ákveðna þjálfun. Reyndar hefur netið undanfarið verið nokkuð vænlegur vettvangur ljóðaþýðinga, sem er hið besta mál, enda fátt sem gleður meira en framandleg ljóð innanum ládeyðu velflestra bloggsíðna.
Draugurinn sem hló: Draugasögur
Vitur maður hefur sagt að fátt sé ungum börnum hollara en að lesa draugasögur. Og í krafti þeirrar visku hefur orðið til bókin Draugurinn sem hló: Draugasögur, sem er líklegast eitt albesta dæmi um norrænt samstarf sem ég man eftir í augnablikinu. Í bókinni eru fimmtán draugasögur jafnmargra höfunda frá átta löndum/menningarsvæðum, auk teikninga eftir þrettán myndlistamenn. Fyrir utan þau Norðurlönd sem alla jafna eru með í samnorrænum söfnum eru hér sögur frá Grænlandi og Samalandi, sem útaf fyrir sig er ekki bara fallegt heldur líka mikilvægt til að auka á þann skilning að Norðurlöndin hafa alltaf verið fjölmenningarsvæði.