Beint í efni

Undir norðurljósum

Undir norðurljósum
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Ljóðbylgja
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Undir norðurljósum er sjöunda og síðasta bókin í 7 bóka flokki þar sem Einar Bragi þýðir og kynnir samískan skáldskap. Í bókinni eru ljóð eftir Aagot Vinterbo-Hohr, Ailo Gaup, Inghilda Tapio, Kirsti Paltto, B. Moske, Kati-Claudia Fofonoff, Marry A. Somby, Marion Palmer, Risten Sokki, Mari Boine, Stig Riemmbe Gælok, Inger-Mari Aikio (Ima), Anna-Stina Svakko og Stina Inga, auk stuttra kynninga á skáldunum og formála og eftirmála þýðanda.

Úr Undir norðurljósum

Anna-Stina Svakko:

Kæri vinur

Hér færðu línu
frá dóttur norðurljósanna.

Hróp mitt drynur yfir víðernin,
rekst á fjall feðra þinna
og berst þér að eyrum.

Styrkur þess fyllir tómið
sem efinn skildi eftir.
Styrkur og stolt
eru vopnabræður.
Ná markinu í minn stað.

Megni hugsanir mínar ekki
að brjótast fram,
koma seiglingsorð
þín til hjálpar.

Hryggurinn réttir úr sér
einu sinni enn,
eins og stælt
þrautbeygð birkihrísla.

Gegn vilja sínum ......

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Birtan yfir ánni

Lesa meira

Eitthvað illt á leiðinni er

Lesa meira

Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira