Beint í efni

Öll dagsins glóð

Öll dagsins glóð
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Úrval portúgalskra ljóða frá 1900 - 2008 í íslenskri þýðingu Guðberg Bergssonar. Skáldin eru á fimmta tug og gerir Guðbergur grein fyrir hverju þeirra og ritar inngang um portúgalska ljóðlist.

Úr Allri dagsins glóð

Portúgal [e. Aleixandre O'Neill]

Ó Portúgal bara þú værir þrjú atkvæði,
fagurt útsýni yfir sjóinn,
græna héraðið Minho, hið salta Algarve,
asni að klóra hrygginn á þessari jörð,
heyrnarlaus og lítill,
svona líka sligaður af roki,
þrjóskur en mjúk bolla, og sannur vinur,
ef þú værir bara saltið, sólin, suðrið,
lipur spörfugl,
þrautgóði uxinn,
kraumandi sardína,
fisksölukona svipt mjöðmum,
ritræpulegt gelt í fögrum lýsingarorðum,
þögult kvart og kvein með möndlubragði
í augum með fínlegt tittlingadráp,
bara þú værir kjaftæði í stíl og stílfræði
eða rytjulegur hundur, lungnaveikur á strönd,
trjátítla í búri eða garg á vör,
dagatal á vegg, barmmerki í jakka,
ó Portúgal, ég vildi að þú værir þrjú atkvæði
úr plasti; það yrðu alger kostakjör!

(bls. 106)

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Birtan yfir ánni

Lesa meira

Eitthvað illt á leiðinni er

Lesa meira

Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira