Leikritið Ha AHe eftir Maxim Gorki, þýtt og aðlagað af Magnúsi Þór Jónssyni. Þýtt úr ensku.
Úr Í djúpi daganna:
FYRSTI ÞÁTTUR
Kjallari. Loftið er þunglamaleg steinhvelfing svört orðin af sóti og reyk og víða spurngin og hrunin. Hægra horn rýmisins er herbergi PÉPELS og það er afmarkað með þunnum skilvegg. Rétt við dyr þessarar vistarveru er flet BÚBNOVS. Í horninu vinstra megin er helvíta mikill miðstöðvarofn. Á steinvegg vinstra megin eru dyr að eldhúsi þar sem eiga sér svefnstað KVASSNJA, BARÓNINN og NASTA. Uppvið vegginn milli ofns og eldhúsdyra er víðáttmikill beður sem skýlt er með skítugu bómullarjaldi. Flet eru hvarvetna meðfram veggjum og heila hringinn þó ekki sjást.
SATÍN er að vakna rétt í þessu. Hann liggur áfram en rymur. Óséður frá óravíðáttum miðstöðvarofnsins gerir LEIKARINN vart um sig með hreyfingum og hóstakviðum.
Þetta er að morgni dags á útmánuðum gróflega.
BARÓNINN: Hvað svo?
KVASSNJA: Jæja, ónei karlinn minn segi ég gættu þín á grensunni - þú með þitt búllsjitt segi ég ég hef einu sinnni dottið í drullupollinn og það gerist ekki aftur. Uppað altarinu! Með þér! Óver mæ dedd boddí!
BÚBNOV: (við SATÍN) Hversvegna ertu að urra þetta?
(SATÍN rymur enn)
KVASSNJA: Ég er frjáls kona segi ég og ég vinn fyrir mér sjálf sjáðu til. Og til hvers ætti ég að leggjast uppí annars mann sból og láta járna mig niður einsog þræl í eitthvert karlagreni? segi ég. Held nú síður - ekki þótt hann væri sjálfur krónprinsinn af Ameríku.
KLESSJ: Nú lýgurðu.
KVASSNJA: Haaa?
KLESSJ: Tóm lygi. Auðvitað giftistu Abba.
BARÓNINN: (Hrifsar bókina af NÖSTU og les uphátt titilinn Banvæn ást. (hlær hrossahlátri)
NASTA: (ber sig eftir bókinni) Láttu mig hafa hana - skilaðu henni! Vertu ekki með þessi djöfuls fíflalæti. (BARÓNINN leikur sér að henni með bókina sem gulrót)
KVASSNJA: (við KLESSJ) Rauðhærða geit. Lygari sjálfur! Þorir að gaspra þetta uppí opið geðið á mér.
BARÓNINN: (lemur bókinni í höfuð NÖSTU) Þú ert vangefin.
NASTA: Láttu mig hafa hana. (nær að hrifsa til sín bókina)
KLESSJ: Aaa, orðin þessi fína daga! En - þú giftist Abba fyrir rest. Það er það sem þú hefur sigtað á.
KVASSNJA: Já auðvitað. Hvað sosum annað? Og vera seigdrepin einsog konuræfillinn þinn sem þú murkar lífið úr.
KLESSJ: Engan kjaft merin þín - engin komment takk á það sem þér kemur ekki við.
(3)