Beint í efni

Konur skelfa

Konur skelfa
Höfundur
Hlín Agnarsdóttir
Útgefandi
Staður
Ár
1996
Flokkur
Leikrit

Um verkið

Leikritið Konur skelfa var sýnt í Borgarleikhúsinu 1996-1997. Leikritið gerist inni á kvennasnyrtingu á skemmtistað í Reykjavík. 

Úr verkinu
 

Katrín: (Kveikir sér í sígarrettu) Hvað gerirðu ... þú þarna, hvað heitirðu ...?

Guðrún: Guðrún. Ég er bókasafnsfræðingur

Katrín: (Kveikir sér í sígarrettu upp við klósetthurð Guðrúnar) Bók´sasfræðingur? "Gæti ég fengið að tala við Guðrúnu bók´sasfræðing" (Hlær) Nei, ég segi svona ef ég skyldi hringja í þig í vinnuna.

Guðrún: En þú? Hvað gerir þú?

Katrín: Ég, ég er sálfræðingur.

Guðrún: (Mjög hissa) Sálfræðingur?

Katrín: Neeei, ég þoooli ekki sálfræðinga, það er önnur hver kona hjá sálfræðingi, ert þú kannski hin sem er ekki hjá sálfræðingi ?

Guðrún: (Hikandi) Nei, ég er reyndar hjá sálfræðingi.

Katrín: Lýgurðu ekki bara að honum?

Guðrún: Nei, ég held að sálfræðin eigi eftir að breyta mannkyninu á næstu öld ...

Katrín: Hvernig breyta mannkyninu, er ekki allt í lagi með þig? Það er ekki hægt að breyta mannkyninu.

Guðrún: Jú, ég held það.

Katrín: Er allt í kássu inní þér?

Guðrún: Hvernig kássu?

Katrín: Svona brotið, brak út um allt ?

Guðrún: (Kemur út af klóstinu) Nei, en er allt brotið inni í þér?

Katrín: Þetta er allt saman gabb, við erum ekki einu sinni til, mér finnst ég ekki vera til, ég hef aldrei fengið að vera til.

Guðrún: Mér finnst ég einmitt vera svo mikið til. (Réttir henni höndina og ætlar að fara út)

Katrín:  Ég reyni að finna sem minnst fyrir sjálfri mér ... þá líður mér best. Mamma bannaði mér að hugsa, hún sagði að ég gæti orðið brjáluð, ef ég hugsaði of mikið ... einu sinni sat ég á klóstinu heima, innilokuð ... ég var nýbúin að fatta að alheimurinn væri til og ég fór að hugsa hver skapaði heiminn? "Guð" sagði einhver rödd langt í burtu og þá spurði ég: ... " en hver skapaði guð? "Guð", sagði röddin. En hver skapaði þann sem skapaði Guð, skapaði hann sjálfan sig", "Já", sagði röddin. "Hver er hann sjálfur þá ?" "Þú sjálf" og þá varð ég svo hrædd, að ég þaut ég eins og píla inn í eldhús til mömmu og hún gaf mér eina róandi og bannaði mér að hugsa um þetta ... (Grætur)

Guðrún: (Huggar Katrínu) Þegar ég var 10 ára ... nei, ég var 11 ára, nei hvernig læt ég ég var orðin 12 ... þá var ég að koma heim úr dansskólanum, við vorum að læra vals og ég var svo ánægð og glöð, af því ég hafði fengið að dansa við uppáhaldsdansherrann minn ...

Katrín: Já ...

Guðrún: Mamma sat grátandi inni í stofu ...

Katrín: Já, hvað svo?

Guðrún: Hún sagði að pabbi væri týndur ...

Katrín: Týndur? Hvernig þá týndur?

Guðrún: ... hann kom aldrei aftur ... ég varð ekkert sorgmædd, ekki þá ... en ég var alltaf með sektarkennd yfir því að mömmu leið alltaf svo illa, en enginn vissi að mér leið kannski líka illa og síðan þá hef ég alltaf verið að reyna að finna einhverja leið út úr þessu öllu til dæmis með því að lesa ... ég lagðist í bækur og las og las

Katrín: Mamma sagði alltaf að Guð einn vissi allt og við værum hluti af hans áætlun og þá varð ég enn hræddari og síðan hef ég forðast að pæla í mér og guði, ég át bara í staðinn, ég át og át, ég var með mat á heilanum og blés út og mamma gaf mér alltaf meira og meira að borða ... svo þegar ég var 14 ára og fór á túr í fyrsta skipti þá gerðist eitthvað, ég þoldi það ekki, ég var að breytast í skrímsli, það var eitthvað inni í mér ... líkaminn á mér var svo frekur (Brennir á sér handarbakið með sígarettu)

 

Fleira eftir sama höfund

Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins

Flóttamenn

Leikritið Flóttamenn var skrifað 2011 og leiklesið 2016 í Scandinavian House á Park Avenue í New York á vegumScandinavianAmericanTheaterCompany.. .  
Lesa meira

Hilduleikur

Hvaða hjarta var það sem ætlaði að finna heildarlausn á framtíðarskipan hennar mála? Gaman væri að hitta það hjarta, hvar sem það sló. Það hlyti að vera stórt hjarta. Hugsa sér til hreyfings? Framhaldslíf?
Lesa meira
hátt uppi við norðurbrún kápa

Hátt uppi við Norðurbrún

Adda þoldi ekki þessa klökku harmþrungnu rödd konunnar sem léði talhólfinu rödd sína. Þetta var fullkomin höfnun, enginn hringdi inn á talhólfið þegar maður þurfti mest á því að halda.
Lesa meira
blómin frá maó kápa

Blómin frá Maó

Kjarnmikil íslenskan mín féll Finni má líka einkar vel í geð, sérstaklega kotroski tónninn sem ég erfði frá ömmu og öllu hennar kyni. Það sem gerði þó útslagið var norðlenski framburðurinn, sérstaklega fráblásnu káin, péin og téin í lok sagnorða í lýsingarhætti þátíðar að ógleymdum rödduðu samhljóðunum.
Lesa meira
að láta lífið rætast kápa

Að láta lífið rætast

Þetta er trúnaðarbréf Hlínar Agnarsdóttur til lesenda. Á opinskáan og einlægan hátt segir hún frá sextán ára sambúð með manni sem glímdi við alkóhólisma öll helstu manndómsárin og dó langt fyrir aldur fram úr krabbameini.. .  
Lesa meira
Yfirsjónir

Yfirsjónir

Yfirsjónir er „sagnasveigur um hrollvekjandi nánd“ sem einvörðungu kemur út á Storytel. Í sögunum, sem eru tengdar smásögur, er fjallað um samskipti kynjanna og í þeim öllum er einhvers konar ofbeldi í spilunum.
Lesa meira
einlífi kápa

Einlífi

Samt þráðum við vin, gáfaðan vin, sem væri í djúpu sambandi við eigin tilfinningar, skemmtilegan vin og síðast en ekki síst sem byggi yfir andlegum og líkamlegum kynþokka.
Lesa meira
meydómur kápa

Meydómur

Krakkahópnum á leikvellinum finnst hún ægilega hlægileg með gleraugu, svona óskaplega lítil stelpa á ekki að vera með gleraugu. Það eru bara gamlir karlar og kerlingar sem eru með gleraugu. Hún er kerlingarbarn. Henni finnst hún því eldast langt fyrir aldur fram, ekki vera eins og hinir krakkarnir og ekki nóg með það, hún er með sjónskekkju og gleraugun hennar eru alveg ógurlega sterk.. .  
Lesa meira