Beint í efni

Kvæði

Kvæði
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1976
Flokkur
Ljóð


Úr Kvæðum:

Hamingja vor er fólgin í almennri meðalhegðun

Skáldkonan Ólöf í Ásum
stökk alklædd frá dýrustu krásum
og lengst út í eyjar,
en allsberar meyjar
sér undu við ljóð heima á Gásum.

Enn var kátt inni á Carolyn Rest,
ein kerling frá Búkarest
kvað rímur og drakk
eins og rakkarapakk,
unz þeir réðu hana af dögum. Sem var bezt.

Um líkt skeið var kerling á Kea,
hafði komið til landsins með Bea.
Hún sat þar við borð
og sagði ekki orð,
en saup þess á milli af tea.

(s. 23-24)

Fleira eftir sama höfund

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira

Ehrengard

Lesa meira

Voices from Across the Water

Lesa meira

New York

Lesa meira

Rós til Emilíu

Lesa meira

Ofurskipulagning

Lesa meira

Rússland undir hamri og sigð

Lesa meira

Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Sögur

Lesa meira