Beint í efni

Leikprufan; Gjöf mín, yðar hátign, Stjörnur / Audition; My Gift, Your Excellency; Stars

Leikprufan; Gjöf mín, yðar hátign, Stjörnur / Audition; My Gift, Your Excellency; Stars
Höfundur
Kristín Ómarsdóttir
Útgefandi
Útúrdúr
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Annað

Ásamt Gunnhildi Hauksdóttur.

Texti er bæði á íslensku og ensku.

Bókin inniheldur ljósmyndir af sýningunum Leikprufan / Audition; Gjöf mín, yðar hátign / My Gift, Your Excellency; og Stjörnur / Stars sem Kristín vann ásamt Gunnhildi Hauksdóttur. Bókin inniheldur einnig skrá yfir gjörning Kristínar og Gunnhildar, Fótabað, frá árinu 2002, og Uppstoppari heimsins / The World‘s Taxidermist, sem er leikrit í 16 senum.

Bókin inniheldur einnig inngang eða umfjöllun Birnu Bjarnadóttur sem nefnist Sýnir að heiman  / Visions from Home; og inngangsorð Hannesar Lárussonar, Nornir og veiðimenn / Witches and Fishers.

Þýðendur: Christopher Crocker, Ása Helga Hjörleifsdóttir og Birna Bjarnadóttir.

Úr bókinni:

13 Framtíðarsýn

Kona og Maður leiðast undir tveimur trjám hverra greinar vefjast hver utan um aðra svo úr verður bogadregið hlið. Þau tala eins og inn í kvikmyndavél. Sjónvarpsauglýsingaleg tónlist gæti verið leikin undir samtali þeirra.)

Maður  Móðir mín var böðullinn sem aflífaði móður hennar.

Kona  Já, það er satt. Móðir hans aflífaði móður mína. Við tvö myndum saman himneska sáttargjörð.

Maður  Með okkur sameinast féndur.

Kona  Og það er satt. Við afstýrum heimsendinum. Við sköpum söguna. Við endurskrifum lokakaflann upp á nýtt.

Maður  Við hefjum millistéttina upp til nýrrar virðingar og upphefðar. Við varðveitum framtíðina.

Kona  Sporin eftir okkur verða djúp og vel prentuð í mannkynssöguna.

Maður  Við munum endurreisa okkar mikilfenglegu miðstétt.

Kona  Ég þekki heiminn og ég hlusta á ykkur. Ég mun standa vörð um hagsmuni ykkar og berjast fyrir ykkur upp á hvern einasta dag, eins og upp á líf og dauða. Ég mun aldrei hætta að berjast fyrir ykkur. Á hverjum degi mun ég hlusta eftir þörfum ykkar, treystið mér.

Maður  Í dag er dagurinn sem við öll höfum beðið eftir. Okkur hefur dreymt þennan dag. Nú rætist allt.

Kona  Við höfum fyrirgefið. Nú er að framkvæma.

(153-153)

Fleira eftir sama höfund

Við tilheyrum sama myrkrinu – af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo

Lesa meira

Children in the Reindeer Woods

Lesa meira

Hjartatrompet

Lesa meira

Margrét mikla

Lesa meira

Smásögur

Lesa meira

Afmælistertan

Lesa meira

Margar konur

Lesa meira