Um bókina
Dalía er komin til fyrirheitna landsins, Tenerife, með pabba sínum. Hann virðist þó ekki skilja að frí eru alls ekki til að hvíla sig og Dalíu er farið að leiðast. En hver skyldi þá birtast og bjarga málunum nema…æi, ætli það sé ekki best að þú lesir bókina til að komast að því.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er listakona sem fæst við myndlist og skriftir, söng og grín. Hún hefur hlotið verðlaun og tilnefningar fyrir barnabækur sínar, meðal annars til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Barnabókaverðlaunanna Norðurlandaráðs, Barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins, Bóksalaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.