um bókina
Sigurður Breiðfjörð Þórarinsson myndlýsti.
Bókin er sjálfstætt ramhald Nærbuxnaverksmiðunnar og Nærbuxnanjósnaranna.
Gutti er enn innsti koppur í búri í Rumpinum, samfélagsmiðstöðinni í gömlu nærbuxnaverksmiðjunni, en Ólína vinkona hans er orðin aðalstjarnan í íþróttaliði bæjarins og hugsar ekki um annað en keppnisferðina til Abú Dabí. Þess vegna þarf Gutti að glíma við það aleinn þegar vélmennið BlúnduRASS 3000 – öðru nafni Rasmus – gengur af göf lunum, einmitt þegar von er á konungbornum gesti til Brókarenda.
úr bókinni
Magaverkurinn var verri en nokkru sinni.
Gutti sat úti í horni á brókasafninu og beið þess að Rasmus myndi hlaðast að nýju.
Hann var búinn að sækja nýjustu útgáfur af helstu hlutum stýrikerfisins í honum og bilunin ætti að vera á bak og burt. Alveg var það dæmigert að eitthvað svona gerðist einmitt þegar borgarstjórinn og allt þetta fína fólk var í heimsókn.
Gutti hafði verið að ná stjórn á aðstæðum! Fólkið var að hlusta á hann, hann hafði lagt fram fullt af frábærum hugmyndum og honum leið aftur eins og hann væri hetja. Nærbuxnakóngurinn. Einhver sem skipti máli.
Og svo þurfti þetta að gerast.
"Jæja rýjan mín!" sagði Ársæll. Má bjóða þér svolítinn Drakúlabrjóstsykur?"
Gutti hristi höfuðið.
"Hvað er að angra þig félagi?" spurði Ársæll.
"Ekkert," muldraði Gutti.
"Ég þarf að hitta hana Ólínu vinkonu þína fljótlega. Hún var með fjarskalega gott tilboð á salernispappír sem ég hafði hugsað mér að nýta. Það er aldrei að vita hvenær getur komið sér vel að eiga nóg af slíku," sagði Ársæll. "HUgsaðu þér ef eitthvað kæmi upp á og við gætum ekk orðið okkur úti um nauðsyngjavöru. Þá væri hægt að veiða sér karfa í höfninni, drekka vatnið úr þakrennunum og éta sveppina af umferðareyjunum - en almennilegur skeinipappír yrði fljótt á þrotum!" Ársæll kinkaði ábúðarfullur kolli.
"Já ég veit ekki hvenær Ólína kemur aftur," sagði Gutti. "Hún er víst mjög upptekin núna."
"Svei mér þá," sagði Ársæll. "Varla of upptekin fyrir nýju vini sína, ef ég þekki hana rétt."
"Nei, nei," sagði Gutti. "Hún er ekkert of upptekin fyrir nýju vini sínar. Hún er bara alltaf með þeim."
Ársæll hallaði undir flatt.
"Það er gott að heyra að hún hafi eignast fleiri vini."
Gutti hrökk við.
"Gott? Gott að hún sé ekki lengur vinur minn?"
"Er hún ætt að vera vinur þinn?" spurði Ársæll mildilega. "Ekki vissi ég það."
Gutti sagði ekkert.
"Hefur þú ekki íhugað, Gutti, að mögulega ættir þú líka að stækka kunningjahópinn? Það getur verið snjallt að tala við aðra sem hafa sömu áhugamál og maður sjálfur. Og oft er gott að eignast vini með því að leysa með þeim vandamál. Glímir þú við einhver vandamál, Gutti minn, sem nýjir vinir gætu hjálpað þér við að leysa?"
"Ég á alla þá vini sem ég þarf," sagði Gutti. "Svo hef ég engan tíma fyrir neitt annað en Rumpinn. Hér er mjög mikið að gera, get ég sagt þér."
Ársæll hallaði svo mikið undir flatt að Gutti óttaðist að hann dytti um koll.
(s. 37-39)