Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson myndskreytti.
um bókina
Í Brókarenda snýst lífið um nærbuxur. Nærbuxnaverksmiðjan hefur gnæft yfir hverfið svo lengi sem elstu börn muna og þess vegna fer allt á hliðina daginn sem henni er lokað.
Gutti og Ólína eru engir vinir. Samt fara þau saman á stúfana þennan örlagaríka dag – Gutti til að komast að því hvað orðið hefur um ömmu hans en Ólína vegna þess að hún stenst aldrei það sem er hættulegt og bannað.
úr bókinni
En þá byrjaði BlúnduRASS 3000 að snúast á staðnum og tók svo á rás út á gang.
"Hann skildi þig!" galaði Ólína kát. "Flýtum okkur!"
"Ólína, hann er eitthvað bilaður. Það er mjög slæm hugmynd að elta hann, það ..."
En Ólína var hlaupin af stað.
Gutti stökk á eftir henni inn langan ganginn.
Í daufu skininu frá ljósahnöppunum á Rasmusi gátu þau lesið á skiltin á hurðunum sem þau geystust fram hjá.
Blúnduvefnaður
Gúmmídeildin
Tilraunastofan
Samfellur á börn
Samfellur á fullorðna
Nábrókasmiðjan
- aðgangur stranglega bannaður
Ólína hikaði þegar hún sá síðasta skiltið - það var hreinlega eins og þessi orð hefðu sérstakt aðdráttarafl á manneskjuna, hugsaði Gutti og togaði fast í hana. Af tvennu illu hlaut að vera skárra að elta Rasmus en að æða inn á einhver tortryggileg bannsvæði.
Ólína lét til leiðast og hljóp af stað með Gutta á eftir trylltu vélmennunum.
Rasmus nam ekki staðar fyrr en hann var kominn að skilti á stóð Föðurlönd, móðurlönd, systurlönd, bróðurlönd og aðrar síðar nærbrækur.
Þar teygði hann út langan fálmara, onaði dyrnar og brunaði inn.
(s. 42-43)