Stuttir ljóðrænir textar frá því um sjöttu öld f.Kr. eignaðir Lao Tze. Njörður þýddi og ritaði inngang.
Úr bókinni:
46 Nægjusemi
Þegar þjóðir virða Veginn
draga hestar plóg og herfi
en þegar þær villast af Veginum
eru vopn bundin í klyfjar.
Versta böl er að vilja stöðugt meira
versta kvöl að kunna sér ekki hóf
og versta ógæfa ágirnd.
Sá sem kann sér hóf
hefur ætíð nóg.
(63)