Úr Öfugsnáða
Tuttugu og fjórar línur um nýjan stað
Við komum hingað um kvöld.
En vitum ekki hvort sögnin að koma
er í nútíð eða þátíð.
Eða framtíð.
Hér í þessari óbyggðu borg
er ekkert að finna
nema vatnskönnu á kolli
við gluggann
og í könnunni vatn.
Við lyftum könnunni af kollinum,
fáum okkur sæti og að drekka,
en samt ekki allt
– ekki allt vatnið –
því hér er svo sannarlega verk
að vinna,
og betra að eiga eitthvað eftir
þegar á líður verkið
(og við verðum þyrst).
En núna,
þegar við horfum út um gluggann,
nennum við ekki að standa upp af kollinum,
því héðan er þetta fína útsýni,
og engin ástæða til að reisa einhvern vegg
utan um gluggann.
(44)