Um bókina:
Thor Vilhjálmsson var einn helsti rithöfundur landsins og þjóðkunnur sem einarður málsvari lista, menningar og mannúðar. Hann var líka óhemju svipsterkur og sópaði að sér athygli hvarvetna með öllu sínu fasi.
Sonur hans, Guðmundur Andri, hefur valið ljósmyndir úr fórum Thors til þess að minnast hans. Af næmi og listfengi dregur hann upp einstæða mynd af skapmiklum og flóknum manni sem oft átti í útistöðum við umhverfi sitt, en var jafnframt hlýr húmanisti sem lagði allt í sölurnar fyrir listina. Einlæg lýsing Guðmundar Andra á Thor og sambandi þeirra feðga er hjartnæm og minnisstæð.