Beint í efni

Randalín, Mundi og leyndarmálið

Randalín, Mundi og leyndarmálið
Höfundur
Þórdís Gísladóttir
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Þórarinn M. Baldursson myndskreytti

Um bókina

Hér segir frá spennandi og lærdómsríkum ævintýrum Randalínar og Munda. Þau eignast nýja vini, komast að leyndarmáli nágranna síns, stofna hljómsveit og átta sig á að hlutirnir eru ekki alltaf eins og fólk heldur í fyrstu.

Þetta er bók fyrir alla sem kunna að meta fyndnar og skemmtilegar sögur.

Úr bókinni

Randalín barði þrjú bylmingshögg á rauðu hurðina. Dyrnar opnuðust um leið og þriðja höggið glumdi. Í gættinni stóð ung kona sem þau höfðu aldrei séð áður. Hún var með bleikt hár, bláar neglur og í samfestingi með blómum og fljúgandi fuglum.
  "Halló, halló, það eru aldeilis lætin!" sagði konan. "Hver eruð þið?"
  "Ég heiti Randalín og þetta eru Mundi og Andrés," sagði Randalín og benti á strákana. "Við erum vinir hans Jakobs. Eða á hann kannski ekki heima hérna lengur?"
  "Já, góðan daginn, það er aldeilis! Jú, jú, hann býr hér ennþá." Svo sneri hún sér við og kallaði hátt: "Kobbi, það eru þrír krakkar að spyrja um þig, þau segjast vera vinir þínir."
  Jakob Múhameð birtist í dyrunum: "Nei, blessuð, komið inn. Ég þekki þig ekki," sagði hann við Andrés.
  "Þetta er Andrés vinur okkar Munda. Hann er rappari og pabbi hans á veitingahús sem heitir Skyndibitakóngurinn," sagði Randalín.
  "Já, blessaður, bestu falafel-vefjur bæjarins fást á Skyndibitakónginum. Á þessu heimili er allt að gerast, ég var að gefa Guttormi rottuunga beint úr frystinum."
  "Þú settir hann samt í örbylgjuofninn í smástund," sagði konan með bleika hárið og gretti sig, kannski var henni illa við rottuunga og snáka.
  "Já, til að hann væri ekki ískaldur, og Guttormur var einmitt að byrja að narta í hausinn á honum."

(25-26)

 

 

 

Fleira eftir sama höfund

randalín og mundi : dagar í desember

Randalín og Mundi : Dagar í desember

Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, . gera góðverk og óvart skemmdarverk.
Lesa meira
alger steliþjófur

Alger steliþjófur!

- Hann tók litla dótið, sagði Irma Lóa allt í einu og var greinilega frekar æst. Hann er algjör frekja þessi karl.
Lesa meira

Mislæg gatnamót

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Óvissustig

Lesa meira

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Lesa meira

Tilfinningarök

Lesa meira