Beint í efni

Risaeðlur í Reykjavík

Risaeðlur í Reykjavík
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Barnabækur

Bókin er nr. 1 í bókaflokkinum um bernskubrek Ævars vísindamanns.

Rán Flygenring myndskreytti.

um bókina

Áður en Ævar varð vísindamaður var hann bara venjulegur strákur … eða kannski ekki alveg venjulegur. Hann langaði til dæmis ekkert að eiga vini og talaði helst ekki við neinn nema köttinn sinn, hann Einstein. En á ellefu ára afmælisdaginn hans breyttist allt!

Risaeðlur í Reykjavík er æsispennandi saga fyrir lesendur á öllum aldri. Hér segir frá sjö bandóðum risaeðlum, stórhættulegum unglingi, gagnsemi skotbolta, strætóbílstjóra í lífshættu og heimsins bestu félögum. 

Úr bókinni

"Neineineineinei..." sagði Ævar eins hratt og hann gat á meðan hann skimaði fram og til baka um hólfið. "Eðlan hlýtur að vera hérna einhvers staðar. Hún bara verður að vera hérna einhvers staðar. Hún..." Hann hætti í miðri setningu þegar hann sá hliðið að garðinum. Það vaggaði rólega í vindinum.

Það var opið!

Ævar leit yfir hópinn. "Gleymduð þið að loka hliðinu?" sagði hann ískaldri röddu. Krakkarnir litu á opið hliðið og svo hvert á annað.

"Jah, við vorum með svaka mikið af kjöti..." byrjaði Hildur.

"Var ekki grænmeti líka?" spurði Marek.

"Já, og grænmeti" sagði Andri. Ævar leit á þau með skelfingarsvip. "Ég hélt að þú ætlaðir að loka!" bætti Andri við og benti á Hildi. Hún varð eldrauð í framan.

"Nei, ég var með kjötið. Þið sögðust ætla að loka! Þið komuð á eftir mér! Ævar leit á krakkana.

"Ég vissi að ég hefði átt að gera þetta sjálfur," sagði hann svo. "Það virkar langbest þannig." Krakkarnir hættu strax að rífast og störðu á hann. Ævar starði á móti. "Hvað? Ég hefði allavega lokað hliðinu!"

Í smástund sagði enginn neitt. Svo byrjuðu allir að tala í einu. Krakkarnir voru mjög ósáttir.

(s. 123-124)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Þitt eigið ævintýri

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Þín eigin hrollvekja

Lesa meira
skólaslit 2 : dauð viðvörun kápa

Skólaslit 2 : Dauð viðvörun

En þegar hann horfði betur sá hann að það var eitthvað mikið að þeim. Þau voru alblóðug. Munnarnir opnir. Húðin rifin og tætt. Sár alls staðar. Augun sjálflýsandi. Síversnandi veðrið virtist ekki hafa nein áhrif á þau. Þau stóðu á víð og dreif um veginn, slefandi svörtu slími, næstum eins og þau væru að bíða eftir einhverju.
Lesa meira
skólaslit

Skólaslit

Rétt hjá bókasafninu er stór blóðpollur á gólfinu.
Lesa meira
strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Strandaglópar! (næstum því) sönn saga

Hér segir Ævar Þór Benediktsson okkur söguna af því þegar afi hans varð strandaglópur á Surtsey ásamt vini sínum. Félagarnir standa frammi fyrir ýmsum áskorunum áður en þeim er loksins bjargað. Hér má einnig finna upplýsingar um eldfjöll, íslenska menningu og norræna goðafræði. Sagan er fyndin, fjörleg og næstum því alveg sönn.
Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira

Vélmennaárásin

Lesa meira