Úr Sumartungli
Framsýni
Framhaldslíf töluðum við aldrei um
hvernig uppnumdar sálir gætu svifið
yfir hafið eða fjöllin og liðið um bæinn
látið sér annt um afkomendur sem una
sér við sitt daglega brauð.
Að lokinni vertíð lögðum við
fáeinar krónur í blikkdós sem beið í
læstum hornskáp eftir möl og ryði.
Framhaldslíf töluðum við ekki um
en flestir virtust kunna á því skil.
(8)