Beint í efni

Þín eru sárin

Þín eru sárin
Höfundur
Þórdís Þúfa
Útgefandi
Þúfan
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Skáldsögur,
 Sjálfsævisögur

Um bókina

Skáldævisaga þar sem höfundur fjallar um eldfimt málefni. 

Úr bókinni

Ég var mjög hugsi þegar Karólína var farin. Ég vissi að það var rétt hjá henni að ég yrði að láta mína nánustu vita hvað hefði gerst. Samt kom ég alls ekki auga á leiðina til þess. Ég ímyndaði mér sjálfa mig að segja mömmu fréttirnar og reyna að halda dramanu í lágmarki. Síðan myndi hún segja systur minni og kannski fleirum ... síðan myndi systir mín segja manninum sínum og börnum og kannski fleirum ... og þau myndu segja fleirum. Ég ímyndaði mér sjálfa mig í næsta fjölskylduboði þar sem ég fengi merkingarþrungin augnaráð, og ef einhver fjarskyldur væri óvenju kurteis við mig myndi ég óhjákvæmilega álykta að viðkomandi hefði heyrt fréttirnar og kenndi í brjósti um mig.
   Allt þetta var óþolandi.
   Ég lá andvaka eftir að Vera var sofnuð og reyndi að finna lausnina en varð ekkert ágengt. Svo lognaðist ég út af undir morgun og náði nokkurra tíma kærkomnum svefni.
   Þegar Vera vakti mig upp úr hádegi sá ég hins vegar lausnina. Í staðinn fyrir að fréttirnar bærust frá manni til manns skyldi ég flytja þær sjálf hverjum sem heyra vildi, með mínum eigin orðum og hana nú! Og svo gæti ég bara gengið út frá því að allir vissu og staðið keik utan við vandræðagang og slúður. Já, þetta var leiðin, ekki spurning. Ég skyldi birta pistil um árásina á Facebook: Gjörið svo vel, kæru vinir. Og svo gæti ég talað opinskátt um þetta eins og hvern annan stórviðburð í lífi mínu: "Já, bíddu nú við, hvenær flutti ég aftur á Tjarnarstíg ... það var allavega strax eftir árásina ... einmitt, það hefur þá verið um mánaðarmótin maí-júní 2018.
   Eftirmiðdagurinn fór í að semja pistilinn við eldhúsborðið á meðan Finnur sá um Veru. Ég sagði honum frá hugmyndinni og honum leist stórvel á þetta plan.
   Ég endurskrifaði og umorðaði, bætti við og klippti burt þar til ég afréð að hafa þetta sem styst. Skýrt og skorinort og alls ekki tilfinningaþrungið. 

(s. 54-55)

Fleira eftir sama höfund

Í felum bakvið gluggatjöldin

Lesa meira

Schlafsonate

Lesa meira

nötur gömlu nútíðarinnar

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Og svo kom nóttin

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Vera & Linus

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Saga af bláu sumri

Lesa meira