Beint í efni

Þrír blóðdropar

Þrír blóðdropar
Höfundur
Megas
Útgefandi
Skífan
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Hljómdiskar / Hljómplötur

Lagalisti:

01. Halla og Eyvindur
02. Viltu byrja með mér
03. Gamansemi guðanna
04. Mætta
05. Mæja, Mæja
06. Sehnsucht nach der Sehnsucht
07. Kvöld í Atlavík
08. Raunakvæði
09. Vanskilablús (Fógetablús)
10. Söngur mánans
11. Gefinn fyrir drama (Reykingar bannaðar í gasklefanum)
12. Reyndu mig
13. Ég get líka (Boðlegir vinir - vænlegir synir)
14. Rósin
15. Súðavíkurlúða
16. Meyjarmissir

Platan var endurútgefin árið 2006 (Íslenskir tónar), og þá með þremur aukalögum:

17. Reykingar bannaðar
18. Mæja, Mæja
19. Halla og Eyvindur

Textabrot úr Þremur blóðdropum:

Gamansemi guðanna

Menn hugsa sér takmark
þeir telja sig jafnvel sjá það
þeir sækja í sig veðrið
þeir setja allt sitt traust á það
þeir gína yfir áformum
en guððirnir þeir ráða
Og áformin voru svo heillandi
aþað var varla léttvægur prettur
sem gekk að þeim dauðum
en hann var guðlegur og nettur
já það sem brá fæti fyrir þig
voru örlagaglettur

Þú ræðir svo margt
þú ert reifur og mettur
þér finnst tilveran leikur
og þú átt létt með þessar fléttur
en svo er fléttan þér um háls
og það er hlegið því þetta eru örlagaglettur
   þú ert fórnarlamb guðlegrar gamansemi
   en gráleit fyndnin hún sortnar óðfluga
   þú veinar hástöfum: átið mig lausan úr glettunni
   og þú leitar í örvilnan en það finnst bara ekki nein góð smuga

Þú spyrð karlinn í búðinni:
hvar er minn réttur?
sá eini sem finnst
hann er fyir þér settur
en allt er háð lögmáli
og lögmálið eru þessar örlagaglettur
   því þú ert svo auðveld bráð hinna gamansömu guða
   þú ert gangandi fyndni á þeirra vegum
   þér stoðar ekki mikið að steyta rýran hnefa
   stórmennskan fer þér síst
   - svo hlægilega takmörkuðum og tregum

Þú hreyktir þér á stalli
sem þú hélst að væri klettur
en þú kunnir þér ekki hóf
svo komu á þig dettur
þú varðst að athlægi kviksyndinu
fyrir örlagaglettur
Ég setti mér markmið
ég sótti fram til dáða
ég teygði mig og skoðaði í fjarskanum
takmarkið mitt þráða
kóngur vill sigla
en byr mun reyndar ráða

Fleira eftir sama höfund

Á bleikum náttkjólum

Lesa meira

Haugbrot: glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika

Lesa meira

Bláir draumar

Lesa meira

Drög að upprisu

Lesa meira

Höfuðlausnir

Lesa meira

Í góðri trú

Lesa meira

Loftmynd

Lesa meira

Millilending

Lesa meira