Beint í efni

Um tímann og vatnið

Um tímann og vatnið
Höfundur
Andri Snær Magnason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Fræðibækur

Um bókina

Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkjum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið. Hvaða orð ná utan um málefni af þeirri stærðargráðu?

Í tilraun sinni til að fanga þetta víðfeðma málefni leyfir Andri Snær Magnason sér að vera bæði persónulegur og vísindalegur – fléttar sér leið að loftslagsvísindunum með ævafornum goðsögnum um heilagar kýr, sögum af forfeðrum og ættingjum og viðtölum við Dalai Lama. Útkoman verður frásögn sem er ferðasaga, heimssaga og áminning um að lifa í sátt við komandi kynslóðir.

Úr bókinni

Ég er staddur heima hjá Huldu ömmu og Árna afa í Hlaðbæ, við sitjum í eldhúsinu, Elliðaárnar bugðast rétt fyrir framan húsið og fólk er að skokka stífluhringinn. Enn eru nokkrir snjóskaflar í Bláfjöllum en garðurinn er í fullum blóma. Ég opna tölvuna og kveiki á myndskeiði og sýni ömmu og mömmu kvikmynd sem enginn hefur séð í áratugi. Ég hafði fundið gamla 16 mm spólu inni í geymslu hjá þeim og látið yfirfæra hana á tölvutækt form. Þetta er kvikmynd sem afi tók árið 1956, svarthvít og hljóðlaus en myndgæðin eru fullkomin. Prúðbúin börn sitja í betri stofunni á Selási 3, stóra hvíta húsinu sem langafi byggði uppi við Elliðaár. Börnin sitja með litla kók í gleri og amma birtist brosandi með myndarlega rjómatertu skreytta logandi kertum. Við enda borðsins sitja tíu ára tvíburasystur þétt saman, þær hlæja og blása kröftuglega á kertin. Langamma er í upphlut og horfir á. Næsta skot sýnir börnin dansa í hring úti í garði, eflaust eru þau að leika "í grænni lautu". Mamma og amma horfa hugfangnar á myndskeiðið og telja upp fólkið á myndunum. Það er einstakt að hafa varðveitt barnaafmæli frá árinu 1956 á 16 mm filmu. Það eru ekki einu sinni til myndskeið af ríkisstjórnum Íslands frá þessum árum.

(19-20)

 

Fleira eftir sama höfund

Aoi wakusei non hanashi

Lesa meira

Smásögur í Flügelrauschen

Lesa meira

A kékbolygó története

Lesa meira

Traumland: Was bleibt, wenn alles verkauft ist?

Lesa meira

A história do planeta azul

Lesa meira

Lovestar

Lesa meira

Flugmaður: ljóðadiskur með undirspili

Lesa meira

Bónusljóð

Lesa meira

Bónusljóð : 33% meira

Lesa meira