Beint í efni

Birtan yfir ánni

Birtan yfir ánni
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2017
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðinstin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.

Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei ratað hingað til lands. Greinagott höfundatal fylgir í bókarlok.

Skáldin sem eiga þýðingar í þessu safni eru: Tsia Tao, Su Tung Po, Tao Yuan Ming, Hsi Muren, Shika Sagawa, Kazuko Shiraishi, Tadeusz Rózewicz, Czeslaw Milosz, Wislawa Szymborska, Miroslav Holub, Vladimir Holan, Leonidas, Kiki Dimoula, Patrizia Cavalli, Maurice Gilliams, Miriam van Hee, Hagar Peeters, Frank Koenegracht, Esther Jansma, Valzhyna Mort, Vincente Huidobro, Nicanor Parra, Roberto Juarroz, Jules Supervielle, Miguel Torga, Tarjei Vesaas, Hans Börli, Rolf Jacobsen, Tóroddur Poulsen, Georg Trakl, Robert Walsher, Oktay Rifat, Mahmoud Darwish, Taha Muhammad Ali, Yehuda Amichai, Dan Pagis, Abdellatif Laabi, Muriel Spark, Lorine Niedecker, Sam Hamill, Jim Heynen, Robinson Jeffers, Grace Paley, Don Marquis, Diane Lockward, Jane Kenyon, Alberg Huffstickler, Denise Levertov, Frank Stanford, Gregory Orr, Lawrence Raab, Jo McDougall og James Schuyler.

Úr bókinni

Samhljómur (eftir Miguel Torga)

Gæfuríkur er fuglasöngurinn
sem enginn getur skilið.
Gæfurík er stjarnan
sem ekki fær vikið af braut sinni
Gæfuríkur er fellibylurinn
sem sér ekki eftir neinu.

Og gæfurík eru ljóðskáldin
sem enginn les.

(137)

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira

Mundu, líkami

Lesa meira

Smásögur heimsins: Asía og Eyjaálfa

Lesa meira

Nýsnævi: ljóðaþýðingar

Lesa meira