Beint í efni

Tunglið braust inn í húsið

Tunglið braust inn í húsið
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Tunglið braust inn í húsið er viðamikið safn ljóða eftir 36 skáld víðsvegar að úr heiminum. Það elsta, kínverska skáldið Tao Tsien, var uppi á fjórðu öld en það yngsta, bandaríska skáldkonan Jane Hirshfield, er fædd 1953.

Hópurinn sem hér hefur valist saman gæti virst sundurleitur við fyrstu sýn – heimsþekkt skáld, sem Íslendingum eru að góðu kunn, innan um lítt þekkt ljóðskáld sem ekki hafa verið þýdd áður. Fljótlega koma þó í ljós þeir þræðir sem liggja á milli skálda, þótt þau tilheyri ólíkum menningarheimum. Einn þráður sem má lesa sig eftir er hvernig kínversk og japönsk ljóðahefð hefur markað spor sín í ljóðlist heimsins; annar sýnir hvernig með skáldskapnum er tekist á við skuggana í sálarlífi mannsins. Sterkasti þráðurinn liggur þó í valinu á skáldum og ljóðum því þýðandinn, Gyrðir Elíasson, kynnir hér úrval sem fléttast saman við hans eigin skáldskap.

Höfundatal aftast með stuttum kynningum á skáldunum.

Skáld sem eiga ljóð í safninu

Jan Wan Li (Kína)
Wei Jing Wu (Kína)
Tao Tsien (Kína)
Ryokan (Japan)
Kenji Miyazawa (Japan)
Shiro Hasegawa (Japan)
Rabindranath Tagore (Indland)
Donald Hall (Bandaríkin)
Delmore Schwartz (Bandaríkin)
Donald Justice (Bandaríkin)
Anne Sexton (Bandaríkin)
Mary Oliver (Bandaríkin)
Linda Gregg (Bandaríkin)
Jack Gilbert (Bandaríkin)
W.S. Merwin (Bandaríkin)
Elizabeth Bishop (Bandaríkin)
Alice Walker (Bandaríkin)
Jane Hirshfield (Bandaríkin)
Alden Nowlan (Kanada)
Roger McGough (Bretland)
Brian Patten (Bretland)
Carole Senior (Bretland)
Marin Sorescu (Rúmenía)
Jevgení Jevtúshenko (Rússland)
Antonín Bartusek (Tékkóslóvakía)
Vitazslav Nezval (Tékkóslóvakía)
Zbigniew Herbert (Pólland)
Leopold Staff (Pólland)
Günter Eich (Þýskaland)
Bertolt Brecht (Þýskaland)
Lennart Sjögren (Svíþjóð)
Pierre Reverdy (Frakkland)
Jean Follain (Frakkland)
Cesare Pavese (Ítalía)
K.P. Kavafis (Grikkland)
Jannis Ritsos (Grikkland)

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Birtan yfir ánni

Lesa meira

Eitthvað illt á leiðinni er

Lesa meira

Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira