Úr Dagheimili stjarna:
Skjálfta-Kristur
Dómkirkja í háfjallaborg húm og
birta allt hið forna og nýja
og þarna
innan úr rökkrinu
horfir til mín veran
húð einhverrar skepnu
hert á járnbol
Ef björgin klofna bera þau mig út
Á þrepum úti sitja gamlar konur
og selja lauf í bréfpokum