Beint í efni

Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum

Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum
Höfundar
Margrét Tryggvadóttir,
 Linda Ólafsdóttir
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Fræðibækur,
 Barnabækur

Um bókina

Einar Jónsson fæddist árið 1874 og ákvað ungur að verða listamaður án þess að hafa nokkurn tíma séð listaverk eða komið á listasafn. Seinna kynntist hann konunni sinni, Önnu, og saman stofnuðu þau fyrsta listasafnið á Íslandi, Listasafn Einars Jónssonar.

Hér er sagt frá Einari og Önnu og fjallað um nokkur af listaverkunum sem allt þeirra líf snerist um. Af frægum höggmyndum Einars má til dæmis nefna styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli og Útlaga sem sjá má við gamla kirkjugarðinn við Hringbraut í Reykjavík.

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir bækurnar sem þær hafa unnið saman og henta bæði fyrir unga lesendur og eldri.

Úr bókinni

einar, anna og safnið sem var bannað börnum, fyrra mynddæmi
einar, anna og safnið sem var bannað börnum, seinna mynddæmi

Fleira eftir sama höfund

Útistöður

Lesa meira

Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar

Lesa meira

Skoðum myndlist: heimsókn í Listasafn Reykjavíkur

Lesa meira

Drekinn sem varð bálreiður

Lesa meira
stolt kápa

Stolt

Blær ræður sig í sumarvinnu á lítið hótel úti á landi. Hún heillast fljótt af Felix, sem er einnig að vinna á staðnum, en finnur aldrei rétta tækifærið til að segja að hún sé trans. Fljótlega renna á hana tvær grímur og hún veit ekki hverjum hún getur treyst. Er eitthvað að marka orðróm um að hún þurfi að vara sig á Felix? Og hver er þessi glæsilega en mislynda Bella, samstarfskona hennar? Fljótlega kemst hún að því að óupplýst mannshvarf tengist Felix og húsinu sem hún býr í en áhugaleysi ættingja vekur furðu hennar.
Lesa meira
íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

Í þessari bók kynnumst við eldhugum sem héldu út í heim til að læra myndlist – þeim sem lögðu grunninn að íslenskri listasögu um og upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir 20. öld. Þau höfðu áhrif á allt það listafólk sem fylgdi í kjölfarið og einnig okkur sem njótum myndlistarinnar; á söfnum, í skólum, undir berum himni eða á heimilum. Þetta er bók fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira
reykjavík barnanna

Reykjavík barnanna: Tímaflakk um höfuðborgina okkar

Í Reykjavík barnanna er stiklað á stóru um sögu höfuðborgarinnar í máli og myndum
Lesa meira

Íslandsbók barnanna

Lesa meira

Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir

Lesa meira