Úr Einnota vegi:
Heimfylgd
Á vegunum
hefur þjóðarsálin
sitt eigið aksturslag
Einbreiðar brýr
hnipra sig saman
Hver situr í aftursætinu
hálsliðamjúk
nema hættan
Í dag hefur sólin numið staðar
stundarkorn yfir Ásbyrgi
Í kvöld teygir vegurinn sig langt
til að fylgja okkur heim.
(s. 57)