Beint í efni

Einu sinni sögur

Einu sinni sögur
Höfundur
Kristín Ómarsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Smásögur

Úr Einu sinni sögum:

BLÓMIN Á PILSUM KVENNA

Úr þokulúðrum skipanna fljúga blóm og lenda á pilsum kvennanna og festast. Ef kona er skapstór fljúga til hennar skærlita blóm. Ef róleg mild jarðleit. Ef hún er skemmtileg risastór og opin blóm. Ef hljóð og fer ekki útúr húsi laumast gleymméreiarnar að henni meðan hún sefur. Og hún vaknar í náttkjól með bláum blómum. Glatíjólur þegar kona er brjáluð. Peningablóm ef hún er nísk og gáfuð. Allar konur fá sinn rósartíma ef þær bíða. Og flugublóm ef þær skoða vel sig og sína. Ásttrylltar fá þær eldliljur um sig allar en ef kona er stelpa sem er kona sem er stelpa sem er alltaf að hugsa um kynlíf í fyrsta sinn setjast baldursbrár á pilsið hennar, hugg’ana/hræð’ana, hugg’ana/hræð’ana, hugg’ana/hræð’ana. Flamingóblóm koma þegar kona er að verða gömul.

Úr þokulúðrum skipanna fljúga blóm.

(s. 15)

Fleira eftir sama höfund

Draumar á hvolfi

Lesa meira

Hamingjan hjálpi mér I og II

Lesa meira

Gud hjälpe mig I och II

Lesa meira

Dyrnar þröngu

Lesa meira

Vi kommer att svara i Eran telefon - Við munum svara í síma yðar

Lesa meira

Elskan mín ég dey

Lesa meira

Lokaðu augunum og hugsaðu um mig

Lesa meira

Sjáðu fegurð þína

Lesa meira

Ástarsaga 3 : lovestory #3

Lesa meira