Beint í efni

Dýrðin á ásýnd hlutanna

Dýrðin á ásýnd hlutanna
Höfundur
Pétur Gunnarsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Smáprósar

Úr Dýrðin á ásýnd hlutanna:

Allt í einu í bílnum fór drengurinn að tala um dauðann, sagðist ekki vilja deyja, hvenær dey ég?
 Það er svo langt þangað til, maldaði ég í móinn, 100 ár!
 Þegar maður deyr, vaknar maður þá aftur?
 Hverju átti ég að svara? Ítrekaði hvað það væri óheyrilega langt þangað til, ekki hægt að ímynda sér það.
 En sumir deyja nú í slysum eða kyrkjast, benti hann á. Fór svo að spyrja um dánardægur foreldra, ættingja...
 Vandræðin sem maður ratar í þegar þessar gömlu spurningar ber á góma og hversu þægilegt að geta bara frestað vandamálinu með því að notast við Himnaríki og Guð og fullyrða að við séum ekki fyrr dáin en við lifnum við hjá Guði þar sem ættingjarnir taki á móti manni eins og í fríhöfninni og allt haldi áfram í vinafagnaði.
 Óhjákvæmileiki trúarbragða, óumflýjanleg eins og andardráttur.

Páskar og fyrir allar aldir byrja kirkjuklukkurnar að kalla. Fólk vaknar með andfælum, heldur að það sé kominn heimsendir, man svo eftir páskunum og jólabörnin koma undir.
 Konan æpti: Mig svimar! og barnið hentist fram: Er komið sumar?

 Jafnskjótt og lúðrasveitin byrjaði hófust hræringar og boðaföll í brjóstinu sem leiddu í hugljómun: lífið er ekki upptalning á staðreyndum heldur stemningum.
 Andlit í göngunni, fólk sem gekk hlið við hlið í bernsku nú að innvígja börnin sín í Sumardaginn fyrsta.
 Ganga við hliðina á andstæðingi og uppgötva að hann var líka barn. (s. 18-20)

Fleira eftir sama höfund

Gunnlaðar saga

Lesa meira

Undir regnboga

Lesa meira

Grænjaxlar

Lesa meira

Hlutirnir

Lesa meira

Splunkunýr dagur

Lesa meira

Kartöflugarður um vetur : ritdómur um Kartöfluprinsessuna

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Efstu dagar

Lesa meira

Aldarför : erindi, ávörp og greinar

Lesa meira