Beint í efni

Við fótskör meistarans

Við fótskör meistarans
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Bókin er frumsamin á úrdú, en þessi útgáfa er þýdd úr norsku, þar sem hún heitir Ved Mesterens føtter. Höfundur: Sadhu Sundar Singh. Dr. Sigurbjörn Einarsson ritaði formálsorð.

Úr Við fótskör meistarans:

3. Þó að Guð hafi skapað mönnum margs konar hæfileika, krafta og eiginleika, verða þeir engu að síður óvirkir og dauðir ef menn nota þá ekki; þannig verður og þegar trúin á hinn lifandi Guð er ekki stöðugt heil og fersk, þá getur ásókn syndarinnar yfirbugað hana og breytt henni í efa. Oft heyrum við sagt: „Ef aðeins að efa mínum gagnvart þessu eða hinu verður eytt, þá er ég tilbúinn til að trúa.“ Þetta viðhorf minnir á mann sem hefur beinbrotnað í slysi og biður lækinn að lækna sársaukann áður enn hann meðhöndli beinið. Það sem hann biður um er algjör fjarstæða, vegna þess að sársaukinn stafar af því að beinið er brotið. Þess vegna verður fyrst að koma beininu í lag, þá hverfa kvalirnar af sjálfu sér. Á sama hátt rofnar samband mannsins við Guð vegna áhrifa syndarinnar, og það veldur hinum andlega sársauka - efanum. Þess vegna verður samfélagið við Guð að endurnýjast fyrst, þá hverfa efasemdirnar um guðdóm minn og tilvist Guðs og aðrar andlegar vangaveltur af sjálfu sér, og í stað sársaukans streymir undursamlegur friður um hjartað, friður sem heimurinn getur hvorki gefið né tekið í burtu. Ég tók á mig mannlega mynd einmitt til þess að græða brotið milli mannanna og Föðurins, svo að mennirnir gætu glaðst hjá honum í himninum um alla eilífð.

(s. 26)

Fleira eftir sama höfund

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Veggfóðraður óendanleiki

Lesa meira

Veraldarviska

Lesa meira

Bókaþjófurinn

Lesa meira

Leið pílagrímsins

Lesa meira

Ræflatestamentið

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft

Lesa meira