Beint í efni

Far eftir hugsun

Far eftir hugsun
Höfundur
Þóra Jónsdóttir
Útgefandi
Mýrarsel
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Ljóð


Úr Far eftir hugsun:

Eins manns tjald
Hver gerir sína vísu

Mitt albesta ljóð
verður ögrum skorið
Þar gætir sjávarfalla
því særinn er hvergi langt undan

Mitt besta ljóð
ber keim af brennisteini
úr heitum baðstofuhver
er sprettur upp í bóli fólks
sem ræður illspáa drauma sína
á betri veg

Mitt besta ljóð
hripar undir hraun
birtist fjögurra gráðu lind
við hlið á eins manns tjaldi

Mitt besta ljóð
er blásin torfa á auðum sandi
og aðskilur landsfjórðunga

Ég horfði eitt sinn á eldana
renna hratt niður hlíðar Heklu
Land á frjósömum aldri
verður ljóð mitt

Fleira eftir sama höfund

Viðureign

Lesa meira

Horft í birtuna

Lesa meira

Höfðalag að hraðbraut

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Einnota vegur

Lesa meira

Lesnætur

Lesa meira

Leit að tjaldstæði

Lesa meira

Ljósar hendur : þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum

Lesa meira

Leiðin heim

Lesa meira