Beint í efni

Förunótt

Förunótt
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Fjölvi
Staður
Reykjavík
Ár
1978
Flokkur
Ljóð

Ljóðasafn Fjölva ; 5. Myndir : Gunnar Árnason

Úr Förunótt:

Hús

Hús eru skringileg
handaverk mannanna.

 Ég þekki hús, 
 hús eins og orð
 í krossgátu,
 sem enginn veit
 hvort ráðin skal.

 Og húsið er
 fullt af mönnum,
 þjáðum mönnum,
 sem veröldin
 vill ekki sjá.

 Þessu húsi
 vil ég gleyma
 í dagsins önn,
 en sú verður
 ekki raunin.

 Hugsun okkar
 er líka hús,
 dularfullt hús
 með alls konar
 skúmaskotum.

 Á vissan hátt
 erum við sjálf
 einskonar hús,
 lokuð og læst
 einsog gengur.

Fleira eftir sama höfund

Álagaeldur

Lesa meira

Glerfjallið

Lesa meira

Draumkvæði

Lesa meira

Ferð undir fjögur augu

Lesa meira

Dvergasteinn

Lesa meira

Jarðljóð

Lesa meira

Brúin yfir Dimmu

Lesa meira

Tummalinnan Valot

Lesa meira

Segðu mér og segðu ...

Lesa meira