Fyrst gefin út á vínyl 1976 (Hrím). Á geisladiski frá Skífunni 1995.
Lagalisti:
01. Sút fló í brjóstið inn
02. Ekki sýnd en aðeins gefin veiðin
03. Napóleon Bekk
04. Vinaminni
05. Jólanáttburður
06. Gamla gasstöðin við Hlemm
07. Skírnin
08. Í speglasalinn
09. Enn (að minnsta kosti)
Platan var endurútgefin árið 2002 (Íslenskir tónar), þá með tíu aukalögum:
10. Spáðu í mig
11. Komdu og skoðaðu í kistuna mína
12. Þraut og þrá
13. Kadúkikvæði
14. Ekkert andstyggilegra
15. Hann á afmæli í dag
16. Umræður um leiklist og leikritun
17. Með gati
18. Sönglausi næturgalinn
19. Aldrei þó kemstu að því
Textabrot úr Fram og aftur blindgötuna:
Skírnin
Jóhannes skírari var skynugur um margt
hann skildi furðu nokkuð tilgang minn
og tjáði mér það bréflega okkur bæri í milli fátt
og bauðst til þess að greiða að hluta kostnaðinn
við styrjaldarrekstur minn gegn verslun og viðskiptalífi og hagvexti
en vildi aðeins sagði hann benda mér á það
að stigmögnuð stíðsútvíkkun samfara ögrunaraðgerðum
væri árangursríkari en herja einatt úr sama stað
Loks hringdi ég í hann um daginn - hann var dóbaður
og dafnaði meðal urtanna á steinsteyptu gólfinu
hvort ertu spurði ég: endanlega horfin frá eða sannfærður?
hann ansaði: jæja og lauk upp leynihólfinu:
Þegar þú sérð loks tak þá sæng þína og gakk
út Suðurlandsbraut og allt innað Grjótagjá
og búðu um þig í lautu með lútu og tambúrín
en með leynd og gæt þess að enginn nái að heyra eða sjá