Myndir : Anna Guðlaugsdóttir
Úr Gálgafresti:
Uppljóstrun í einrúmi
Ég er kötturinn
í mýrinni
og kann mér ekki læti,
því á kvöldin
eiga mýsnar stundum
leið hjá
húsi mínu.
Ég legg í snatri
lúmskar gildrur,
en læðist svo með veggjum.
Misjöfn er veiðin,
misjöfn.
Og víst hefur
mér tekist
að vænka minn hag.
Þú býður mér
næstum alltaf
brosandi
góðan dag.
En aldrei var
til hlýtar skráð
ævintýri mitt,
svo ennþá
get ég leikið
við litla
skottið þitt.