Beint í efni

Halldór Laxness

Halldór Laxness
Höfundur
Njörður P. Njarðvík
Útgefandi
Hið íslenska bókmenntafélag
Staður
Reykjavík
Ár
1975
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Halldór Laxness eftir Peter Hallberg í þýðingu Njarðar.

Af bókarkápu:

Halldór Laxness er ekki einvörðungu höfuðskáld Íslendinga á þessari öld, heldur einn helsti frömuiður íslenskrar menningar í víðtækasta skilningi.

Í þessari síðustu bók sinni um Halldór Laxness dregur Peter Hallberg upp mynd af honum sem íslenskum menningarfrömuði en ekki sem skáldi og rithöfundi í þröngri merkingu þessara orða. Er sérstök áhersla lögð á þátttöku hans í skoðanaskiptum og umræðum af ýmsu tagi og því meira fjallað um greinar hans, ræður og ritgerðir en hingað til hefur verið gert.

Umfjöllunina verður þó að takmarka við nokkra meiri háttar efnisflokka, eða þá sem hér fara á eftir:

1. Þjóðerni - Ísland og umheimurinn.
2. Trú og lífsviðhorf.
3. Stjórnmál og þjóðfélag.
4. Listræn viðhorf.

Það hefur ávallt vakið þjóðarathygli, þegar Halldór Laxness hefur tekið afstöðu til málefna líðandi stundar og skoðanir hans hafa jafnan haft mikil áhrif auk þess sem þeirra gætir víða í skáldverkum hans eins og Peter Hallberg sýnir fram á.

Peter Hallberg er dósent við háskólann í Gautaborg og hefur ritað meira um Halldór Laxness og verk hans en nokkur annar maður. Bókin er nauðsynleg viðbót við rit Halldórs Laxness, sem enginn lesandi hans ætti að láta vanta í safn sitt.

Fleira eftir sama höfund

Antrag abgelehnt

Lesa meira

Skrifað í stein

Lesa meira

Birtan er brothætt

Lesa meira

Niðjamálaráðuneytið

Lesa meira

Må vi få et barn Hr. minister: Ministeriet for befolkningskontrol

Lesa meira

Ný Jerúsalem

Lesa meira

Orð Krists: Allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum

Lesa meira

Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu

Lesa meira

Saga leikrit ljóð

Lesa meira