Beint í efni

Hanni granni dansari

Hanni granni dansari
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Hanni granni dansari er sjötta bókin í sagnaflokknum um Stellu og fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmu best og ömmu Köben, bræðurna Sigga  og Palla, og nýfæddu tvíburana, auk vinanna og Þórs sem stundum er kærasti og stundum ekki. Nú fær Hanni granni loksins sína sögu og óhætt að segja að níski nágranninn, sem er kominn með annan fótinn inn í fjölskylduna, komi hér rækilega á óvart.

Úr bókinni

Hanni ók eins hratt og hann þorði. Akkúrat á löglegum hámarkshraða. Það var sama hvað amma skipaði honum að gefa í, hann vildi ekki brjóta lögin. Hins vegar fór hann yfir á gulu alla leiðina á Slysó. Og alla leiðina hrópaði hann:

  „Neineinei!“

  Sófý grét enn þegar við komum inn á bráðavaktina. Og enn rann blóð úr höfði hennar. Amma var orðin alblóðug og þess vegna fékk hún að fara með Sófý beint inn á bráðadeildina í skoðun hjá lækni á meðan við Hanni sáum um að skrá hana inn. Reyndar hjálpaði Hanni ekki mikið því hann starði bara á dyrnar sem amma og Sófý höfðu horfið inn um.

  Svo byrjaði hann að titra.

  „Er allt í lagi með þig, vinur?“ spurði karlinn í afgreiðslunni.

  Nei, það var ekki í lagi með Hanna. Hann svaraði ekki manninum sem stóð á fætur og kallaði svo á hjálp því Hanni titraði bara meir og meir. Tveir sjúkraliðar eða læknar í ljósgrænum fötum komu hlaupandi út um dyrnar og beint til Hanna.

  „Hvað er að, vinur?“ spurðu þau en ennþá svaraði Hanni ekki. Hann var farinn að gráta ofan í titringinn.

  „Hann er að fá taugaáfall,“ sagði annar læknirinn.

  „Náðu í rúm!“

  Og örskömmu síðar var Hanna rúllað burt í sjúkrarúmi af tveimur læknum með áhyggjusvip.

  Við Siggi litum hvort á annað. Hvað gerðist eiginlega?

(s.85-86)

Fleira eftir sama höfund

Barnaræninginn

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni: vel í sveit settir

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira