Úr Hjartaborg:
Leyndir þræðir
Undir gangstéttunum þræðir
sem tengja okkur saman
tryggðarböndin ekki lengur
jafn augljós en þó
svo áþreifanleg
þegar upp er grafið.
Hvíslandi raddir í jörðinni
moldugar, sandblautar orðsendingar
sem berast leifturhratt á milli.
Flæðarmál II
Hún gengur í svörtum sandinum, berfætt, hugsar um
marbendla og krossfiska, lætur hárið flaksast í vindinum, fyllir
lungun söltu sólskinslofti, er með hugann við hjartsláttinn,
brimið, þungan dyninn og hann, líka hann, sem gæti gengið á
land, glettinn og grár, til vað vefja hana slímköldum örmum.