Beint í efni

Höfuðlausnir

Höfuðlausnir
Höfundur
Megas
Útgefandi
Grammið
Staður
Reykjavík
Ár
1988
Flokkur
Hljómdiskar / Hljómplötur

Lagalisti:

01. Drukknuð börn
02. Tæblús
03. (Borðið þér) Orma frú Norma
04. Borgarblús
05. Drengirnir í Bankok
06. Í Öskjuhlíð
07. Leiðréttingarblús
08. Aðeins eina nótt
09. Álafossúlpa

Platan var endurútgefin árið 2002 (Íslenskir tónar), og þá með 8 aukalögum:

10. Litla stúlkan með eldspýturnar
11. Telpurnar í Bankok
12. (Öskjuhlíðarendi) Homage á Paden Powel
13. Aðeins eina nótt
14. Drukknuð börn
15. Í Öskjuhlíð
16. Drengirnir í Bankok
17. (Borðið þér) Orma frú Norma

Textabrot úr Höfuðlausnum:

Tæblús

Þú hímir undir húsveggnum
hálfræfilslegur og vælandi
og þú veist ekki hvað er vitlausast
en það er við þá hugsun gælandi
að segja skilið við konur og kröm
og setja kúrsinn á pilt eða telpu útí Tælandi

Með bakið í bárujárnsgirðingu
blæstu í kaunin þín skælandi
þér finnst lífið til einskis útí hött
nei bara ekki stórt í því pælandi
og allt sem þig vantar og vonarðu á
það vex bara á trjánum í Tælandi

Og það er barasta innantómt óráðshjal
sem ertu við sjálfan þig þvælandi
þar sem hímirðu allslaus og yfirgefinn
og ekki málum mælandi
og þú hugsar: ó hvílík hremming
að vera hér bara en ekki með tilþrifum austurí Tælandi

Þau eru aldin sæt og safarík
en það er sitthvað fleira í nælandi
og aldrei er vini ofaukið
en þó er ýmislegt tæplega fælandi
þú segir: ó hvað ég vildi að ég væri
að viðra mig í tryggðum austurí Tælandi

Að skrimta svona eins og á skilorði
hér á skerinu því er ekki hælandi
það er ill vaka o gömurleg
og ekki er heldur bólið bælandi
meðan bíða þær eftir þér brosandi
og svo brúnar og af ýmsu tagi þarna niðrí í Tælandi

Fleira eftir sama höfund

Á bleikum náttkjólum

Lesa meira

Haugbrot: glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika

Lesa meira

Bláir draumar

Lesa meira

Drög að upprisu

Lesa meira

Í góðri trú

Lesa meira

Loftmynd

Lesa meira

Millilending

Lesa meira

Nú er ég klæddur og kominn á ról

Lesa meira