Myndskreytt af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.
Um bókina:
Hundarnir í Krítey hafa stofnað leynifélag. Þeir vilja komast til Hundaeyjunnar, þar sem allir hvuttar eru frjálsir. En Níðingur, erkióvinur frjálsra seppa, hefur illt í hyggju og ætlar að koma í veg fyrir að draumar þeirra rætist. Hundarnir deyja ekki ráðalausir því frelsisþráin er sterkari en óttinn.
Ævintýrið um Hundaeyjuna fjallar um mikilvægi þess að eiga sér drauma og láta þá rætast. Sagan er óður til frelsisins, fegurðarinnar og fyrirgefningarinnar.