Beint í efni

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Í andófinu : pólsk nútímaljóð
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Hörpuútgáfan
Staður
Akranesi
Ár
1993
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Úr Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Georgssaga helga (Jerzy Harasymowicz)

meðan
verndarengill minn
heilagur Georg svaf

saumaði ég
rautt koddaver
úr gunnfánanum

gaf búandkarli
hringabrynjuna
í fjósþak

breytti drekanum í kú
sem spýr þó enn
eldi og eimyrju

færði fuglum
fjaðraskúfinn
í hreiðrið

vaknaði verndarengillinn
og sá að sagan
var að skapast

skúfurinn
fullur af
eggjum

hringabrynjan glóandi
í sumarhitanum
á þakinu

ræðuskörungur
hraut á
gunnfánanum

þá tók
verndarengillinn
til við

að aka korni
þreskja
mála hús

og fá sér annan dráttarklár

Fleira eftir sama höfund

Undir norðurljósum

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Hjaltlandsljóð

Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Elskar mig - elskar mig ekki

Lesa meira

131.839 slög með bilum

Lesa meira

Öll dagsins glóð

Lesa meira

Hrikalega skrýtnar skepnur: Einvígi varúlfs og dreka

Lesa meira

Nýsnævi: ljóðaþýðingar

Lesa meira