Úr Kvæðum:
Hamingja vor er fólgin í almennri meðalhegðun
Skáldkonan Ólöf í Ásum
stökk alklædd frá dýrustu krásum
og lengst út í eyjar,
en allsberar meyjar
sér undu við ljóð heima á Gásum.
Enn var kátt inni á Carolyn Rest,
ein kerling frá Búkarest
kvað rímur og drakk
eins og rakkarapakk,
unz þeir réðu hana af dögum. Sem var bezt.
Um líkt skeið var kerling á Kea,
hafði komið til landsins með Bea.
Hún sat þar við borð
og sagði ekki orð,
en saup þess á milli af tea.
(s. 23-24)