Úr Lesnóttum:
Engin mynd
Hún dó úr tæringu í baðstofu
frá manni og ungum börnum
mælti svo fyrir að ljóð sín yrðu brennd
Engin ljósmynd er til af henni
að eigin ákvörðun
Hún var talin skilningsgóð
á fagurfræðilega hluti
Hryggir trúðu henni fyrir sorgum
Aldrei átti amma þín eldspýtur
að kveikja upp í hlóðunum, sagði hann
staddur í nýja eldhúsinu mínu
Ég get ekki vitað hvernig kona hún var
enda þótt ég beri nafn hennar
Eitt sinn dreymdi mig mynd hennar á vegg
Geisli féll á hana skáhallt
skipti andlitinu í tvennt
Ekkert sást utan hvít rákin
Það segir mér: Hún er ekki mynd
Hún er ljósrák og leyndarmál
(s. 11)