Beint í efni

Mín káta angist

Mín káta angist
Höfundur
Guðmundur Andri Thorsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1988
Flokkur
Skáldsögur


Fyrsta útgáfa 1988. Kiljuútgáfa 1990.

Af bókarkápu:

Egill er í fyrsta tímanum í íslensku í Háskólanum, kominn á námslán og tilbúinn í slaginn, þegar hann kemur auga á Sigríði. Eftir það fara öll áform úr skorðum og ekkert er eins og það var. Ástin breytir öllu og fyllir tilveru hans af kæti – og angist.

Úr Mín káta angist:

Ég gerði fleira en að hugsa um Sigríði og sonnettur. Ég svaf og borðaði og labbaði og tók strætó og sat. Vikur liðu. Það vetraði og og það var alltaf blautkalt. Það var allt svo ljótt og berangurslegt. Það var allt svo grátt. Ég hafði stundum á tilfinningunni að það væri ekki neitt að gerast í lífi mínu, ég væri að missa af einhverju og einstæðingur eins og ég ætti kannski að vera einn annars staðar í heiminum en nákvæmlega í Reykjavík. Mér fannst stundum að tíminn væri að renna mér úr greipum en ég huggaði mig við það sem ég hafði lesið í einhverri bókmenntagagnrýni um að tíminn væri í raun hringur. Ég stundaði skólann, kom við á kaffihúsunum sem enn voru með dauflegra móti, fór heim, eldaði. Ég var einn. Það var allt í lagi: Hrollinum nær maður úr sér með ullarteppi og tebolla og þó að maður sé stundum að hugsa um eitthvert fólk og hvar það sé núna statt og hvað það sé að gera og hvað maður gæti kannski verið að gera með því, er alltaf hægt að finna sér eitthvað að rísla við í rökkrinu, raða glerbrotum og svona – og það er allt í lagi að vakna á morgnana, það er ágætt, það eru bara fyrstu mínúturnar sem eru erfiðar: Maður fer bara í sturtu – það varðar mestu að halda þessu áfram einhvern veginn. Lifa. Ég hugsaði ekki oft um þetta þá. Ég hugsaði um Sigríði.

(s. 38-39)

Fleira eftir sama höfund

Segðu mömmu að mér líði vel: saga um ástir

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Valeyrarvalsinn

Lesa meira

Mín káta angist

Lesa meira

Íslenski draumurinn

Lesa meira

Náðarkraftur

Lesa meira

Veriveljet

Lesa meira

Ég vildi að ég kynni að dansa

Lesa meira

Íslandsförin

Lesa meira