Beint í efni

Ólafur Gunnarsson

Æviágrip

Ólafur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 18. júlí 1948. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1969. Ólafur stundaði verslunarstörf hjá Ásbirni Ólafssyni hf. frá 1965 til 1971 og var bifreiðastjóri læknavaktar frá 1972 til 1978. Hann hefur starfað sem rithöfundur frá 1974.

Ólafur birti ljóð á prenti áður en fyrsta skáldsaga hans, Milljón-prósent-menn, kom út 1978. Hann hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur og skrifað barnabækur. Skáldsaga hans, Tröllakirkja, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunin 1992 og ensk þýðing hennar var einnig tilnefnd til IMPAC Dublin bókmenntaverðlaunanna 1997. Leikgerð hefur verið unnin upp úr sögunni sem frumsýnd var á stóra sviði Þjóðleikhússins 1996 og kvikmyndaréttur hennar hefur jafnframt verið seldur. Öxin og jörðin eftir Ólaf vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003.

Verk eftir Ólaf hafa verið þýdd á erlend mál, meðal annars barnabókin Fallegi flughvalurinn sem var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 1990. Þá hafa skáldsögur hans fyrir fullorðna komið út í enskum, þýskum og frönskum þýðingum. Ólafur hefur einnig þýtt skáldsögur og leikrit á íslensku.

Ólafur er kvæntur Elsu Benjamínsdóttur. Þau eiga fjóra syni og eru búsett í Mosfellsbæ.

Forlag: JPV útgáfa.

Mynd af höfundi: Jóhann Páll Valdimarsson.