Beint í efni

Palli playstation

Palli playstation
Höfundur
Gunnar Helgason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Eftir allt sem gekk á í Mömmu klikkPabba prófessorÖmmu best og Sigga sítrónu heldur þú kannski að allt sé orðið rólegt. En óóóónei! Litlu tvíburakrúttin hafa alveg snúið lífi mínu á hvolf. Og það sem verra er: Palli bróðir er gjörsamlega að klúðra lífi sínu!!! Og auðvitað verð ég að bjarga honum! (Eins gott að Þór er ekki með neitt vesen).
En ómægod, hvar væri þessi klikkaða fjölskylda án mín?

Úr bókinni

  „Stelpur, ég þarf hjálp! Bella er HÆTT MEÐ PALLA!“ skellti ég framan í þær. 

  Það náði athygli þeirra. Eftir nokkur ómægod og spurningar eins og af hverju? og hvað gerðist eiginlega? komst ég aftur að. Ég sagði þeim frá áætluninni: Björgum Palla. Blær birtist þá á skjánum hennar Guðbjargar. Hann var algerlega sammála stelpunum: Það varð að gera eitthvað!

  Þær voru sem sagt allar til í að hjálpa. 

  Bara ekki í kvöld.

  Bella var hvort sem er í leikhúsinu í menntaskólanum þannig að þetta varð að bíða til morguns.

  Þá var það Þór. Hann var líka einu ári eldri og átti því að vera aðeins gáfaðri en við. Eða þroskaðri.

  Þór svaraði strax. 

  „Hæ, hvernig gengur?“ spurði hann brosandi. Og ég brosti. Elsku besti Þór. Alltaf svo hugulsamur. Alltaf til í að hjálpa. Ég sá hann fyrir mér með ljósrauða hárið sitt, freknurnar, gleraugun og þetta einstak bros.

  Ég sagði honum hvað hafði gerst.

  „Á Þór að koma og hjálpa stelpunni sinni?“

  Ha? Sagði hann þetta í alvörunni? Var ég ekki að skrifa þessa setningu í söguna mína rétt áðan? Fríkað. Ónotalegt. Eða ... var þetta notalegt? Ég var ekki viss. 

  „Já, við þurfum að tala við Bellu!“ sagði ég og hristi höfuðið eins og til að hrista ónotin af mér.

  „Ókei. En hvað með söguna? Þarftu ekki að skila á morgun? Bestu smásögu allra tíma?“ spurði hann brosandi og hljómaði svolítið eins og mamma mín. 

  „Hún verður að bíða!“ sagði ég.

  „Ókei. En ég kemst eiginlega ekki núna, sko,“ sagði hann hikandi. Og alls ekkert brosandi.

  „Þór, við erum að tala um mannslíf hérna! Kommon!“

(s.44-45)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Barnaræninginn

Lesa meira

Víti í Vestmanneyjum

Lesa meira

Rangstæður í Reykjavík

Lesa meira

Nornin og dularfulla gauksklukkan

Lesa meira

Mamma klikk!

Lesa meira

Gula spjaldið í Gautaborg

Lesa meira

Goggi og Grjóni: vel í sveit settir

Lesa meira

Goggi og Grjóni

Lesa meira