Beint í efni

Sónata fyrir svefninn

Sónata fyrir svefninn
Höfundur
Þórdís Þúfa
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2009
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina:

Ung kona kemur til ókunnugs bæjar, með heimilisfang á bréfmiða og lykla í vasanum. Hún leitar horfins manns, en hvernig á að leita þeirra sem ferðast utan eigin líkama?

Úr Sónötu fyrir svefninn:

Ívana hafði tekið eftir tikkinu fljótlega eftir að þau kynntust. Í fyrstu hugsaði hún lítið um það og ályktaði einfaldlega að hann gengi með hávært vasaúr. En eitt sinn þegar þau sváfu saman og hún lá andvaka eftir að hann var sofnaður, rann upp fyrir henni að tikkið barst frá líkamanum sjálfum. Hún skildi ekki hvernig þetta hafði farið framhjá henni í önnur skipti, hún hlaut að hafa sofnað mjög fljótt eða verið alveg utan við sig.

Hún hlustaði gaumgæfilega og var fyrr en varði farin að ímynda sér allskyns tannhjól innan í honum og lítið gat á ofanverðu bakinu þar sem hann stingi inn sveif til að trekkja upp gangverkið. En hann var ekki með neitt gat á bakinu. Reyndar var hann með stórt ör á bringunni sem hann sagðist hafa fengið fyrir nokkrum árum, en hann vildi ekki segja henni hvernig það hafði atvikast. Gat verið að það tengdist tikkinu á einhvern hátt?

Henni þótti hljóðstyrkurinn færast í aukana eftir því sem hún hugsaði meira um þetta, og henni þótti sífellt undarlegra að hafa ekki áttað sig á þessu fyrr.

Það var líkt og tikkið fyllti upp í herbergið og hún gat hvorki greint sinn eigin andardrátt né Arvós. Allt sem hún heyrði var þetta furðulega hljóð sem nú var orðið allt að glymjandi – tikk takk tikk takk tikk takk ...

(s. 66-67)

Fleira eftir sama höfund

Í felum bakvið gluggatjöldin

Lesa meira

Schlafsonate

Lesa meira

nötur gömlu nútíðarinnar

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Og svo kom nóttin

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Vera & Linus

Lesa meira

Ást og appelsínur

Lesa meira

Saga af bláu sumri

Lesa meira