Beint í efni

Tíbrá: saga um glæp

Tíbrá: saga um glæp
Höfundur
Ármann Jakobsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina 

Fjórir ungir menn fara saman í veiðar - misjafnlega vanir skotvopnum. Eina andvökunóttina sér níræð kona, mann með derhúfu bogra yfir stóru röri í nágrenni íbúðar hennar í úthverfi Reykjavíkur. Þegar hún lítur þar við á göngu síðar sér hún lík í rörinu vafið inn í teppi. 

Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns Jakobssonar. Hér fæst rannsóknarteymið sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Ármanns við sérstakt sakamál.

Úr bókinni

Hún var furðu kyrr á svip. Enga brjálsemi lengur þar að finna. Hver vissi að dauðinn hefði slík áhrif á persónuleikann? Þótt yfirdrifin andlitsmálningin sé enn á sínum stað hefur andlitið kyrrst og nú blasir við ósköp venjulega konan sem gríman hafði hulið. Eða jafnvel litla stúlkan sem hún hafði eitt sinn verið áður en hún klæddist gelluham. Þegar hann horfði framan í hana dauða var ögrun og árásargirni gufuð upp og þá stóð eftir ein staðreynd: Guðmundur hafði plaffað niður unga konu sem ekkert hafði til saka unnið annað en að vera full á föstudagskvöldi.
   Ágústi varð starsýnt á Guðmund sem nú hélt fast um riffilinn eins og hann væri haldreipið sem kæmi í veg fyrir að hann hrapaði niður í helvíti. Honum var eins farið og konunni sem hann hafði skotið: öll sjálfsánægja og derringur lekin burt en eftir stóð lítill hræddur drengur grænn í framan andspænis eigin glæp. Síðan leit hann á Daníel sem greinilega hugðist ekki segja neitt frekar en starði á Guðmund myrkur á svip.
   Markús kom nú aðvífandi og starði á sviðið furðu lostinn áður en hann tók að sér að vera rödd almennings með einu orði:
   Fokk.
   Fleira var ekki sagt í bráð. Síst af öllu langaði Ágúst til að rjúfa þögnina en eftir nokkra stund var hún orðin svo ágeng að hann þoldi ekki við og sprakk á limminu.
   Hvað gerum við? tautaði hann. 
   Segir það sig ekki sjálft? sagði Daníel rólega og líkari sjálfum sér. Er nokkuð að gera nema að hringja í 112? Kalla á lögreglu og sjúkrabíl. Hún er steindauð.
   Nei! Kveinaði Guðmundur veiklulega og virtist hafa misst hálfa röddina. Það gengur ekki þeir munu handtaka mig og ég vil ekki fara í fangelsi.
   Hann hélt áfram að buldra eitthvað óskiljanlegt, flaumósa og gegnsósa af svita. Ágústi varð ekki um sel.
   Af hverju skaustu hana þá? sagði Daníel.

(s. 34-35)

 

Fleira eftir sama höfund

álfheimar risinn

Álfheimar: Risinn

Risinn er önnur bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna, sú fyrsta var Bróðirinn
Lesa meira
álfheimar bróðirinn

Álfheimar: Bróðirinn

Bróðirinn er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna
Lesa meira

Útlagamorðin: saga um glæp

Lesa meira

Brotamynd

Lesa meira

Síðasti galdrameistarinn

Lesa meira

Glæsir

Lesa meira

Fréttir frá mínu landi. Óspakmæli og örsögur

Lesa meira

Vonarstræti

Lesa meira

Urðarköttur: saga um glæp

Lesa meira