Æviágrip
Valur Gunnarsson fæddist þann 26. ágúst 1976 í Reykjavík. Hann ólst upp í Noregi, í Bretlandi og á Íslandi en eyddi sumrum sínum á unglingsárum í Sádí-Arabíu og Kína. Hann útskrifaðist með MA-gráðu í ritlist frá Queen‘s University í Belfast árið 2003 og tók þá þátt í stofnun blaðsins Reykjavik Grapevine.
Valur hefur skrifað greinar í flest blöð á Íslandi og meðal annars starfað hjá Fréttablaðinu, Fréttatímanum og DV. Þá var hann fréttaritari Associated Press og The Guardian í kringum Hrun. Hann hefur einnig gefið út þrjár hljómplötur: Reykjavík er köld: Leonard Cohen á íslensku (2000), Seljum allt (2003) með hljómsveitinni Ríkið og Vodka Songs (2008) ásamt Gímaldni.
Hann gaf út ljóðabókina A Fool for Believing árið 2004, sem vann nýliðaverðlaun á ljóðaráðstefnu í Washington DC, og tók þátt í gerð ljóðabókarinnar Iceland: Red, Green and Blue sem kom út í Finnlandi.
Fyrsta skáldsaga Vals, Konungur norðursins, kom út árið 2007 og sú næsta, Síðasti elskhuginn, árið 2013. Nýjasta skáldsaga hans ber titilinn Örninn og fálkinn (2017) og fjallar um hvað hefði getað gerst ef Þjóðverjar hefðu hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940. Valur er nú að ljúka meistaranámi í sagnfræði við Háskóla Íslands, þar sem hann rannsakar óreiðukenninguna og hvernig veröldin hefði getað þróast ef atburðir hefðu orðið öðruvísi.
Valur býr í Reykjavík.
Greinar
Um einstök verk
Örninn og fálkinn
Úlfhildur Dagsdóttir: „Veröld sem var(ð) . . . ekki“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Konungur norðursins
Úlfhildur Dagsdóttir: „Goð, menn og hamborgarar“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Stríðsbjarmar : Úkraína og nágrenni á átakatímum
Lesa meiraStríðsbjarmar er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt.Hvað ef?
Lesa meiraHvað ef Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið til, Lenín hefði lifað lengur, ekkert hrun orðið á Íslandi og fleiri sagnfræðilegar vangaveltur um það sem hefði getað orðið. Hvað ef víkingar hefðu sigrað heiminn, Jörundur hefði hengt einhvern, Hitler hefði unnið eða Bítlarnir hefðu ekki verið til?Bjarmalönd
Lesa meiraÖrninn og Fálkinn
Lesa meiraSíðasti elskhuginn
Lesa meiraVodkasongs: stories for late night drinkers
Lesa meiraKonungur norðursins
Lesa meiraA Fool for Believing
Lesa meira