Beint í efni

Vetrarfrí

Vetrarfrí
Höfundur
Hildur Knútsdóttir
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Það er síðasti dagur fyrir vetrarfríið. Bergljót hlakkar til að fara í tíundabekkjarpartý og Bragi bróðir hennar ætlar að gista hjá vini sínum. Foreldrarnir stefna á rómantíska sumarbústaðarferð. En allar áætlanir fara fyrir lítið þegar furðuleg plága brýst út. Eftir það hugsar enginn um neitt annað en að bjarga lífi sínu. 

Vetrarfrí var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Fjöruverðlaunin 2016. Í umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna segir meðal annars: „Vetrarfrí er spennandi unglingabók með sterka samsvörun til nútímans og heimsmálanna. Bókin færir þær hörmungar sem fylgja lífi flóttamannsins nær unglingum og lesendum. En þó að sagan lýsi óhugnaði og blóðugu ofbeldi er mikill húmor í henni og því um leið líka stórskemmtileg.“ 

Framhald Vetrarfrís er Vetrarhörkur (2016).

Úr Vetrarfríi

  "Þau eru farin!" sagði Þórbergur. "En þau voru þarna rétt áðan, hvað er í gangi?"
  Bragi herti upp hugann og leit í áttina að tjaldstæðinu. Fótboltavöllurinn sem þeir pabbi hans höfðu yfirgefið fyrir skömmu var nú auður. Hann hafði búist við að sjá fólkið liggjandi þarna. Höfðu þau kannski ekki dáið?
  "En hvað er þetta? Þetta þarna í snjónum?" spurði Bergljót og benti.
  Pabbi þeirra beygði í átt að vellinum. Hann skildi bílinn eftir í gangi við girðinguna sem lá utan um tjaldstæðið og þau stigu út.
  "Guð minn góður," sagði Þórbergur og greip um girðinguna. Þau þurftu ekki að klifra yfir, fótboltavöllurinn blasti við þeim.
  Þau voru öll horfin. Allir sem höfðu legið þarna þegar Bragi og Þórbergur hlupu burt. En það mátti sjá leifarnar af þeim á vellinum. Hér og þar lágu kjöttægjur í snjónum, eins og fólkið hefði verið sett í tætara. Bragi virti orðlaus fyrir sér vígvöllinn. Þegar hann kom síðan auga á handlegg við útjaðar vallarins, sem lá bara þarna eins og einhver hefði fleygt honum frá sér, greip hann fyrir munninn og sneri sér undan.
  "Hvað hefur gerst?" Röddin í Bergljótu titraði. "Hefur ... hefur einhver ... borðað þau?"

(48-49)

 

Fleira eftir sama höfund

Doddi: ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Doddi: bók sannleikans!

Lesa meira
Urðarhvarf kápa

Urðarhvarf

Eik tilheyrir hópi af sjálfboðaliðum sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í öruggt skjól. Þegar þau frétta af læðu og kettlingum í steinhleðslu við Urðarhvarf er rokið af stað með fellibúr og hitamyndavél. En við Urðarhvarf birtist skepna sem Eik var búin að telja sjálfri sér trú um að hefði bara verið ímyndun.
Lesa meira

Spádómurinn

Lesa meira

Sláttur

Lesa meira

Vetrarhörkur

Lesa meira