Beint í efni

Álagaeldur

Álagaeldur
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Barnabækur

Um Álagaeld:

Það er bannað að hrófla við Skipholnum því þá brennur bærinn í Litluvík. Óðinn og Logi heillast af sögu Kobba gamla um fjársjóð og skip víkingsins sem grafið var í Skiphólinn. En voru álögin ennþá virk? Refsar hinn forni víkingur með eldi þeim sem grafa í hólinn? Drengirnir hefja leit að fjársjóðnum og dragast um leið inn í atburðarás þar sem þeir kljást ekki eingöngu við dularfull álög heldur einnig hættulegan afbrotamann. Bókin Álagaeldur er ætluð börnum á aldrinum 8-13 ára. 

Úr Álagaeldi:

 - Kannt þú að smíða sverð? spurði Logi.
 - Kann og kann ekki, svaraði Kobbi og brosti. Það hefur enginn falast eftir sverði hjá mér í seinni tíð. En nú börðust hetjurnar uns báðir voru sárir mjög og bauð þá komumaðurinn nafnlausi víkingnum grið. Þá kvaðst víkingurinn ekki vilja eiga neitt komið undir kölska eða lærisveinum hans. Fór svo að lokum að komumaður bar sigur úr býtum en víkingurinn lá dauður öðru sinni.
 - Hvernig leit komumaðurinn út? spurði Logi.
 - Hann var dökkur á brún og brá, svona áþekkur Óðni, sagði Kobbi.
Óðinn gretti sig og var auðsjáanlega ekki vel við að vera borinn saman við hinn illa aðkomumann. - Af hverju var hann svona dularfullur? spurði Logi.
 - Hann var galdramaður og kunni að nýta sér myrkraöflin, svaraði Kobbi. En nú lá víkingurinn ljósi í valnum og komumaðurinn dökkeygi var særður til ólífis svo hann dó skömmu seinna.
 - Þá vann hann ekki heldur, sagði Óðinn.
 - Ekki lokasigur, sagði Kobbi. En sagan er ekki búin því nú ákvað Ráðhildur að enginn skyldi eignast skipið og lét flytja kisturnar tvær um borð í það en þar voru fyrir margs konar gersemar. Að því búnu lét hún byggja haug einn mikinn handan fjarðarins og flytja þangað skipið með öllu innanborðs og var víkingurinn lagður þar til hinstu hvílu. Hún lét þau orð falla að aldrei mætti hrófla við haugnum því þá brynni bærinn í Litluvík. Ber nú fátt til tíðinda, en um nætur þykjast menn þó oft sjá bjarma yfir haugnum og nefna haugaeld eða vafurloga.

(s. 17-18)

Fleira eftir sama höfund

Oro de serpientes

Lesa meira

Seikkailu metsässä

Lesa meira

Segðu mér og segðu...

Lesa meira

Dvärgstenen

Lesa meira

Sjálfsmyndir

Lesa meira

Brúin yfir Dimmu

Lesa meira

Förunótt

Lesa meira

Tryllespillet

Lesa meira

Draumkvæði

Lesa meira